Enski boltinn

Celtic flengdi Rangers í fyrsta borgarslagnum í fjögur ár

Sinclair fagnar marki sínum með stuðningsmönnunm.
Sinclair fagnar marki sínum með stuðningsmönnunm. Vísir/getty
Skosku meistararnir í Celtic niðurlægðu erkifjendur sína í Rangers í fyrsta nágrannslag liðanna í skosku úrvalsdeildinni í fjögur ár en leiknum lauk með 5-1 sigri Celtic.

Franski framherjinn Moussa Dembele kom Celtic yfir í tvígang í fyrri hálfleik en Joe Garner náði að minnka muninn fyrir Rangers fyrir lok fyrri hálfleiks.

Scott Sinclair bætti við þriðja marki Celtic á 61. mínútu og korteri síðar var Philippe Senderos sendur í sturtu.

Dembele fullkomnaði þrennuna og niðurlæginguna á 83. mínútu en Stuart Armstrong bætti við fimmta marki Celtic í uppbótartíma.

Var þetta fjórði sigur liðsins í röð í skosku úrvalsdeildinni undir stjórn Brendan Rodgers sem var á dögunum valinn knattspyrnustjóri mánaðarins í fyrstu tilraun sem stjóri Celtic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×