Enski boltinn

Hitað upp fyrir Manchester-slaginn og alla leiki dagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho og Pep Guardiola eigast við í enn eina skiptið í dag en í þetta sinn mætast þeir í fyrsta skiptið sem knattspyrnustjórar liða í ensku úrvalsdeildinni.

Leikur Manchester United og Manchester City hefst klukkan 11.30 í dag en bæði lið eru ósigruð á toppi deildarinnar eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Sjá einnig: Dýrasti knattspyrnuleikur sögunnar

Upphitun fyrir hádegisleikinn hefst klukkan 11.10 á Stöð 2 Sport en þar verða þeir Bjarni Guðjónsson og Jón Kaldal gestir Ríkharðs Óskars Guðnasonar.

Í spilaranum hér fyrir ofan er hitað upp fyrir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni en Manchester-slagurinn er þar í forgrunni.

Sjá einnig: Pep niðurlægði Mourinho fyrir framan 400 milljónir þegar þeir mættust í fyrsta sinn á Spáni

Sex leikir hefjast klukkan 14.00 og stórum degi í ensku úrvalsdeildinni lýkur er Liverpool tekur á móti Englandsmeisturum Leicester.


Tengdar fréttir

Dýrasti knattspyrnuleikur sögunnar

Nágrannaslagur Man. Utd og Man. City um helgina verður sögulegur að því leyti að liðin hafa aldrei mætt til leiks með eins dýra leikmenn. Það sem meira er þá mun þessi leikur slá öll met yfir dýr knattspyrnulið. Þetta verður dýrasti leikur sögunnar.

Claudio Bravo, ertu klár?

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá Manchester United er klár í slaginn fyrir Manchester-slaginn á Old Trafford í hádeginu á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×