Þetta staðfestir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, í samtali við Vísi.
„Það leikur grunur á um átt hafi verið við öryggisbúnað þannig að hann myndi ekki slá út þegar byrðin væri orðin of þung,“ segir Eyjólfur.
Sjá einnig: Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu

„Það er þekkt að menn séu að reyna að svindla á þessu og lyfta meiru en kraninn lyftir. Í þessu tilviki leikur grunur á um að slíkt hafi átt sér stað og lögreglan er að rannsaka það,“ segir Eyjólfur sem segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum.
Mikil mildi þykir að ekki hafi orðið slys á fólki og sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem var á vettvangi, í samtali við Vísi fyrr í dag að það væri með ólíkindum að enginn hafi slasast.
Sjá einnig: Algjört sjokk, grétu og hringdu á lögregluna
Kraninn féll yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu þar sem vanalega er talsvert að fólki að bíða í röð eftir pylsunum frægu. Sem betur fer virðist þó hafa færri verið röð en vanalega.
Sá sem næstur var í röðinni byrjaði að vara alla við þegar vart varð við það að kraninn væri að fara á hliðina og æpti á fólk að koma sér í burtu.
Lögregla og Vinnueftirlitið fara með rannsókn málsins.