Verslunarrisar mættir til leiks Sæunn Gísladóttir skrifar 28. september 2016 10:00 Þrjú stöð vörumerki hefja innreið sína á þessu ári og því næsta. Vísir Ein stærstu tíðindi í verslun á Íslandi bárust í sumar þegar fasteignafélagið Reginn tilkynnti komu sænsku verslanakeðjunnar Hennes & Mauritz til landsins. Fregnirnar komu í kjölfar þess að staðfest var að veitingarisinn Hard Rock Café væri að opna á ný á landinu. Svo virðist sem þekkt erlend vörumerki sjái sér nú hag í því að færa út kvíarnar til Íslands, en fjölbreyttar ástæður virðast vera fyrir því. Antonis Kyprianou hjá Cortefiel Group, sem á dögunum opnaði þrjár verslanir í Smáralind, segir bætt efnahagsástand hafa ýtt undir það að félagið opnaði verslanir hér á landi. Áætlun um afnám hafta og afnám tolla af fatnaði og skóm hafi verið tilkynnt eftir að fyrirtækið ákvað að koma hingað og því ekki átt þátt í ákvörðuninni, þótt hann fagni þeim breytingum. Cortefiel opnar verslanir sínar á Íslandi fyrstu Norðurlandanna og segir Kyprianou Ísland í raun frábæran markað til að prófa vörurnar áður en haldið er til stærri Norðurlanda. Það var afnám tolla af fatnaði og skóm sem hafði mest áhrif á ákvörðun H&M um að opna hér á landi, að sögn Sturlu Eðvarðssonar, framkvæmdastjóra Smáralindar. Ýmis teikn á lofti í íslensku atvinnulífi höfðu einnig jákvæð áhrif. Fjölgun ferðamanna hefur haft jákvæð áhrif á verslun en hefur haft minni áhrif á fataverslun en veitingageirann. Fjölgunin hefur hins vegar verið drifkraftur þess að fá eitt af tíu þekktustu vörumerkjum heims, Hard Rock Café, til landsins á ný. Styrmir Karlsson, markaðsstjóri Hard Rock, segir hins vegar að verið sé að koma með Hard Rock til landsins fyrir íslenska neytendur því að erlendir ferðamenn geti notið Hard Rock annars staðar.Antonis Kyprianou hjá Cortefiel Group segir að mögulega verði opnaðar fleiri verslanir félagsins í miðbænum.Vísir/ErnirÍslendingar ættu að vera mjög stoltir af markaðnum sínum „Margir eru hræddir við að koma inn á lítinn markað. En lítill markaður getur haft mjög jákvæð áhrif. Við erum í minni löndum, til dæmis á Möltu og Kýpur og þar gengur mjög vel. Við erum því ekki að prófa að fara inn á lítinn markað í fyrsta sinn,“ segir Antonis Kyprianou hjá Cortefiel Group sem á dögunum opnaði þrjár verslanir í Smáralind. Hann segir markaðinn á Íslandi hiklaust góðan til að koma inn á. Cortefiel er spænskt félag sem er leiðandi í fataverslun í Evrópu og rekur fjögur vörumerki. Ísland er 84. landið þar sem félagið opnar verslun og er stefnt að því að vera með rekstur í 87 löndum í lok árs. Kyprianou segir bætt efnahagslíf hafa drifið ákvörðun fyrirtækisins um að opna hér á landi. „Fjölgun ferðamanna hafði ekki áhrif á ákvörðunina. Við reiðum okkur á heimamarkað, ferðamenn koma ekki endilega í Smáralindina og það er ekki hægt að vera upp á ferðamennina kominn því að þeir koma og fara.“Hófu undirbúning fyrir tveimur árumCortefiel hóf að undirbúa komu á íslenskan markað fyrir tveimur árum og því átti afnám tolla og áætlanir um afnám hafta ekki heldur þátt í ákvörðuninni. „En afnám tolla hjálpar, því fólk mun versla meira innanlands út af þessu, sem er mikilvægt, þar sem Íslendingar hafa mikið verslað erlendis í gegnum tíðina.“Ísland test markaðurÍsland er fyrsta landið á Norðurlöndum þar sem Cortefiel opnar dyr sínar, en stefnt er að opnun í Noregi í nóvember. „Við höfum skoðað þennan markað í langan tíma og við teljum að þetta sé bæði rétti tíminn fyrir okkur og markaðinn til að hefja innreið. Á vissan hátt er Ísland eins konar prufumarkaður. Við einbeitum okkur fyrst að Íslandi, Noregi og Finnlandi og prófum vörurnar þar áður en við förum til Svíþjóðar og Danmerkur. Í Svíþjóð er til dæmis mikið af þekktum sænskum vörumerkjum til að keppa við,“ segir Kyprianou. Ákvörðun Cortefiel um að opna á Íslandi var tekin áður en fregnir bárust af því að sænski risinn H&M væri væntanlegur til landsins. Kyprianou segist hins vegar ekki óttast innreið hans á markað.Óttast ekki H&M „Við óttumst alls ekki komu H&M, þvert á móti þýðir koma H&M í Smáralind að fleira fólk mun streyma hingað. Þetta mun efla innlendan markað þar sem Íslendingar kaupa mikið frá H&M þegar þeir ferðast erlendis. Verslun á Íslandi verður bara áhugaverðari á næstu árum, og við höfum gaman af því að ný vörumerki komi til landa þar sem við erum því þá verður stærri markaður til, sem er gott fyrir okkur,“ segir Kyprianou. Íslendingar ættu að vera mjög stoltir af markaðnum sínum og sjá það sem jákvætt merki að fleiri vörumerki séu að koma. Þeir ættu að hafa traust á markaðnum sínum.“ Áætlanir eru um að opna fleiri verslanir á Íslandi en það veltur á því hvernig salan gengur næsta árið og hvaða staðsetningar verða í boði. Kyprianou segir jafnvel koma til greina að opna niðri í bæ þar sem stórt verslunarhúsnæði rís nú á Hörpureitnum. „Smásölumarkaðurinn er að stækka á Íslandi og miðbærinn gæti hentað vel af því að hann er í hinum enda bæjarins.“Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar.Niðurfelling tolla ýtti við H&MEinhverjar stærstu fréttir úr smásölugeiranum bárust í sumar þegar staðfest var að sænska verslanakeðjan Hennes & Mauritz væri að opna verslun á Íslandi. Þrátt fyrir að vera ekki á Íslandi er H&M ein vinsælasta fatabúð sem Íslendingar versla í. Eins og Fréttablaðið greindi frá versluðu Íslendingar mest í H&M af öllum fatabúðum á fyrsta ársfjórðungi 2016. Af tíu vinsælustu fataverslununum samkvæmt gögnum frá Meniga átti H&M 17,7 prósenta markaðshlutdeild. H&M mun líklega opna í Smáralind seinni part sumars árið 2017 og líklega árið 2018 í miðbænum á Hafnartorgi, að sögn Sturlu Eðvarðssonar, framkvæmdastjóra Smáralindar. Sturla segir að nokkur atriði hafi haft áhrif á komu H&M til landsins. „Stóra málið var niðurfelling tolla og gjaldeyrishöftin spiluðu einnig þarna inn. Þetta er ekki einkaleyfisverslun, þeir reka allar sínar verslanir úti um allan heim. En það eru ýmis atriði sem hafa áhrif á það hvort þeir koma eða ekki. Það er hins vegar ekki hægt að alhæfa að það sé eitt frekar en annað,“ segir Sturla. Hann bendir þó á að ýmis teikn séu á lofti í íslensku atvinnulífi sem höfðu jákvæð áhrif. „Hagvöxtur er hér meiri en gengur og gerist í kringum okkur og gríðarleg fjölgun ferðamanna hafði auðvitað eitthvað að segja, en þessir aðilar eru að horfa lengra fram í tímann en akkúrat núna,“ segir Sturla. „Þau eru mjög ánægð með þau metnaðarfullu áform sem Smáralind er í núna og uppbyggingu í miðbæ Reykjavíkur sem Reginn tekur líka þátt í,“ segir Sturla.Styrmir Karlsson, markaðsstjóri Hard Rock Café á Íslandi.Fjölgun ferðamanna gerir okkur kleift að opna„Nýlega var gerð könnun sem sýndi fram á að Hard Rock var eitt af tíu þekktustu vörumerkjum heims, þetta er ekki eitt af stærstu vörumerkjum heims en þetta er eitt af því sem fólk þekkir best. Þú færð því ekki einkaleyfi á Íslandi nema þú uppfyllir vissar kröfur,“ segir Styrmir Karlsson, markaðsstjóri Hard Rock Café á Íslandi. Stefnt er að opnun staðarins í Iðuhúsinu í Lækjargötu í lok október. Styrmir nefnir að meðal krafa sé að hafa unnið í veitingageiranum, og að sýna fram á fjármagn til að fara í dýra uppbyggingu á Hard Rock stað, en um er að ræða gríðarlega fjárfestingu í Lækjargötunni. „Svo þarftu fólk sem skilur vörumerkjastjórnun í alþjóðlegum skilningi.“ Styrmir segir að fjölgun ferðamanna sé ein helsta ástæða þess að hægt sé að opna Hard Rock á ný hér á landi. „Það hefði verið erfitt að réttlæta það að leyfa okkur að opna staðinn með 300 til 400 þúsund túrista. Þessi fjölgun ferðamanna er það sem gerir okkur kleift að opna þennan stað. Forsvarsmenn Hard Rock eru að opna tvo staði á mánuði út um allan heim, þannig að þetta er spurning um forgangsröðun hjá þeim. Þetta er eins og hjá H&M, ef þeim finnst markaðurinn hér of lítill hafa þeir einfaldlega ekki tíma fyrir hann.“ Styrmir ítrekar þó að ekki sé verið að opna túristastað á Íslandi. „Við erum að einblína á það að koma með Hard Rock til baka fyrir Íslendinga. Útlendingarnir geta farið á Hard Rock úti í heimi, en við munum samt njóta góðs af því að þeir komi til okkar.“ Hard Rock er sérstakur veitingastaður þar sem honum fylgir verslun og segir Styrmir að sérgerðir Hard Rock Reykjavik bolir verði seldir í Iðuhúsinu, en það sé mjög mikið aðdráttarafl bara fyrir fólk að koma inn og kaupa bolinn. Styrmir telur að styrkleiki vörumerkis Hard Rock hafi gert það auðveldara að manna störf. Á dögunum voru haldnar áheyrnarprufur fyrir starfsmenn. „Þetta var smá áhætta þar sem þetta hefur ekki verið gert áður á Íslandi. En vörumerkið er svo sterkt að við fengum inn þrjú hundruð manns á einum degi og sjötíu manns fengu vinnu. Vörumerkið kemur þarna svo sterkt inn að við náum að manna þessi störf í tvö prósent atvinnuleysi. Við lögðum líka upp með að ná sem flestum þjóðernum og tungumálum. Ég held að við munum á góðum degi hjá okkur hér í Lækjargötu vera með um tólf þjóðerni og yfir sautján tungumál,“ segir Styrmir. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Rúmlega 250 manns tóku þátt í áheyrnarprufum Hard Rock Í boði eru ýmis veitinga- og þjónustustöf en prufurnar fóru fram í þremur þrepum. 10. september 2016 20:00 Einnig stefnt að opnun H&M í Kringlunni Ef allt gengur eftir mun H&M einnig opna í Kringlunni 8. júlí 2016 09:34 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ein stærstu tíðindi í verslun á Íslandi bárust í sumar þegar fasteignafélagið Reginn tilkynnti komu sænsku verslanakeðjunnar Hennes & Mauritz til landsins. Fregnirnar komu í kjölfar þess að staðfest var að veitingarisinn Hard Rock Café væri að opna á ný á landinu. Svo virðist sem þekkt erlend vörumerki sjái sér nú hag í því að færa út kvíarnar til Íslands, en fjölbreyttar ástæður virðast vera fyrir því. Antonis Kyprianou hjá Cortefiel Group, sem á dögunum opnaði þrjár verslanir í Smáralind, segir bætt efnahagsástand hafa ýtt undir það að félagið opnaði verslanir hér á landi. Áætlun um afnám hafta og afnám tolla af fatnaði og skóm hafi verið tilkynnt eftir að fyrirtækið ákvað að koma hingað og því ekki átt þátt í ákvörðuninni, þótt hann fagni þeim breytingum. Cortefiel opnar verslanir sínar á Íslandi fyrstu Norðurlandanna og segir Kyprianou Ísland í raun frábæran markað til að prófa vörurnar áður en haldið er til stærri Norðurlanda. Það var afnám tolla af fatnaði og skóm sem hafði mest áhrif á ákvörðun H&M um að opna hér á landi, að sögn Sturlu Eðvarðssonar, framkvæmdastjóra Smáralindar. Ýmis teikn á lofti í íslensku atvinnulífi höfðu einnig jákvæð áhrif. Fjölgun ferðamanna hefur haft jákvæð áhrif á verslun en hefur haft minni áhrif á fataverslun en veitingageirann. Fjölgunin hefur hins vegar verið drifkraftur þess að fá eitt af tíu þekktustu vörumerkjum heims, Hard Rock Café, til landsins á ný. Styrmir Karlsson, markaðsstjóri Hard Rock, segir hins vegar að verið sé að koma með Hard Rock til landsins fyrir íslenska neytendur því að erlendir ferðamenn geti notið Hard Rock annars staðar.Antonis Kyprianou hjá Cortefiel Group segir að mögulega verði opnaðar fleiri verslanir félagsins í miðbænum.Vísir/ErnirÍslendingar ættu að vera mjög stoltir af markaðnum sínum „Margir eru hræddir við að koma inn á lítinn markað. En lítill markaður getur haft mjög jákvæð áhrif. Við erum í minni löndum, til dæmis á Möltu og Kýpur og þar gengur mjög vel. Við erum því ekki að prófa að fara inn á lítinn markað í fyrsta sinn,“ segir Antonis Kyprianou hjá Cortefiel Group sem á dögunum opnaði þrjár verslanir í Smáralind. Hann segir markaðinn á Íslandi hiklaust góðan til að koma inn á. Cortefiel er spænskt félag sem er leiðandi í fataverslun í Evrópu og rekur fjögur vörumerki. Ísland er 84. landið þar sem félagið opnar verslun og er stefnt að því að vera með rekstur í 87 löndum í lok árs. Kyprianou segir bætt efnahagslíf hafa drifið ákvörðun fyrirtækisins um að opna hér á landi. „Fjölgun ferðamanna hafði ekki áhrif á ákvörðunina. Við reiðum okkur á heimamarkað, ferðamenn koma ekki endilega í Smáralindina og það er ekki hægt að vera upp á ferðamennina kominn því að þeir koma og fara.“Hófu undirbúning fyrir tveimur árumCortefiel hóf að undirbúa komu á íslenskan markað fyrir tveimur árum og því átti afnám tolla og áætlanir um afnám hafta ekki heldur þátt í ákvörðuninni. „En afnám tolla hjálpar, því fólk mun versla meira innanlands út af þessu, sem er mikilvægt, þar sem Íslendingar hafa mikið verslað erlendis í gegnum tíðina.“Ísland test markaðurÍsland er fyrsta landið á Norðurlöndum þar sem Cortefiel opnar dyr sínar, en stefnt er að opnun í Noregi í nóvember. „Við höfum skoðað þennan markað í langan tíma og við teljum að þetta sé bæði rétti tíminn fyrir okkur og markaðinn til að hefja innreið. Á vissan hátt er Ísland eins konar prufumarkaður. Við einbeitum okkur fyrst að Íslandi, Noregi og Finnlandi og prófum vörurnar þar áður en við förum til Svíþjóðar og Danmerkur. Í Svíþjóð er til dæmis mikið af þekktum sænskum vörumerkjum til að keppa við,“ segir Kyprianou. Ákvörðun Cortefiel um að opna á Íslandi var tekin áður en fregnir bárust af því að sænski risinn H&M væri væntanlegur til landsins. Kyprianou segist hins vegar ekki óttast innreið hans á markað.Óttast ekki H&M „Við óttumst alls ekki komu H&M, þvert á móti þýðir koma H&M í Smáralind að fleira fólk mun streyma hingað. Þetta mun efla innlendan markað þar sem Íslendingar kaupa mikið frá H&M þegar þeir ferðast erlendis. Verslun á Íslandi verður bara áhugaverðari á næstu árum, og við höfum gaman af því að ný vörumerki komi til landa þar sem við erum því þá verður stærri markaður til, sem er gott fyrir okkur,“ segir Kyprianou. Íslendingar ættu að vera mjög stoltir af markaðnum sínum og sjá það sem jákvætt merki að fleiri vörumerki séu að koma. Þeir ættu að hafa traust á markaðnum sínum.“ Áætlanir eru um að opna fleiri verslanir á Íslandi en það veltur á því hvernig salan gengur næsta árið og hvaða staðsetningar verða í boði. Kyprianou segir jafnvel koma til greina að opna niðri í bæ þar sem stórt verslunarhúsnæði rís nú á Hörpureitnum. „Smásölumarkaðurinn er að stækka á Íslandi og miðbærinn gæti hentað vel af því að hann er í hinum enda bæjarins.“Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar.Niðurfelling tolla ýtti við H&MEinhverjar stærstu fréttir úr smásölugeiranum bárust í sumar þegar staðfest var að sænska verslanakeðjan Hennes & Mauritz væri að opna verslun á Íslandi. Þrátt fyrir að vera ekki á Íslandi er H&M ein vinsælasta fatabúð sem Íslendingar versla í. Eins og Fréttablaðið greindi frá versluðu Íslendingar mest í H&M af öllum fatabúðum á fyrsta ársfjórðungi 2016. Af tíu vinsælustu fataverslununum samkvæmt gögnum frá Meniga átti H&M 17,7 prósenta markaðshlutdeild. H&M mun líklega opna í Smáralind seinni part sumars árið 2017 og líklega árið 2018 í miðbænum á Hafnartorgi, að sögn Sturlu Eðvarðssonar, framkvæmdastjóra Smáralindar. Sturla segir að nokkur atriði hafi haft áhrif á komu H&M til landsins. „Stóra málið var niðurfelling tolla og gjaldeyrishöftin spiluðu einnig þarna inn. Þetta er ekki einkaleyfisverslun, þeir reka allar sínar verslanir úti um allan heim. En það eru ýmis atriði sem hafa áhrif á það hvort þeir koma eða ekki. Það er hins vegar ekki hægt að alhæfa að það sé eitt frekar en annað,“ segir Sturla. Hann bendir þó á að ýmis teikn séu á lofti í íslensku atvinnulífi sem höfðu jákvæð áhrif. „Hagvöxtur er hér meiri en gengur og gerist í kringum okkur og gríðarleg fjölgun ferðamanna hafði auðvitað eitthvað að segja, en þessir aðilar eru að horfa lengra fram í tímann en akkúrat núna,“ segir Sturla. „Þau eru mjög ánægð með þau metnaðarfullu áform sem Smáralind er í núna og uppbyggingu í miðbæ Reykjavíkur sem Reginn tekur líka þátt í,“ segir Sturla.Styrmir Karlsson, markaðsstjóri Hard Rock Café á Íslandi.Fjölgun ferðamanna gerir okkur kleift að opna„Nýlega var gerð könnun sem sýndi fram á að Hard Rock var eitt af tíu þekktustu vörumerkjum heims, þetta er ekki eitt af stærstu vörumerkjum heims en þetta er eitt af því sem fólk þekkir best. Þú færð því ekki einkaleyfi á Íslandi nema þú uppfyllir vissar kröfur,“ segir Styrmir Karlsson, markaðsstjóri Hard Rock Café á Íslandi. Stefnt er að opnun staðarins í Iðuhúsinu í Lækjargötu í lok október. Styrmir nefnir að meðal krafa sé að hafa unnið í veitingageiranum, og að sýna fram á fjármagn til að fara í dýra uppbyggingu á Hard Rock stað, en um er að ræða gríðarlega fjárfestingu í Lækjargötunni. „Svo þarftu fólk sem skilur vörumerkjastjórnun í alþjóðlegum skilningi.“ Styrmir segir að fjölgun ferðamanna sé ein helsta ástæða þess að hægt sé að opna Hard Rock á ný hér á landi. „Það hefði verið erfitt að réttlæta það að leyfa okkur að opna staðinn með 300 til 400 þúsund túrista. Þessi fjölgun ferðamanna er það sem gerir okkur kleift að opna þennan stað. Forsvarsmenn Hard Rock eru að opna tvo staði á mánuði út um allan heim, þannig að þetta er spurning um forgangsröðun hjá þeim. Þetta er eins og hjá H&M, ef þeim finnst markaðurinn hér of lítill hafa þeir einfaldlega ekki tíma fyrir hann.“ Styrmir ítrekar þó að ekki sé verið að opna túristastað á Íslandi. „Við erum að einblína á það að koma með Hard Rock til baka fyrir Íslendinga. Útlendingarnir geta farið á Hard Rock úti í heimi, en við munum samt njóta góðs af því að þeir komi til okkar.“ Hard Rock er sérstakur veitingastaður þar sem honum fylgir verslun og segir Styrmir að sérgerðir Hard Rock Reykjavik bolir verði seldir í Iðuhúsinu, en það sé mjög mikið aðdráttarafl bara fyrir fólk að koma inn og kaupa bolinn. Styrmir telur að styrkleiki vörumerkis Hard Rock hafi gert það auðveldara að manna störf. Á dögunum voru haldnar áheyrnarprufur fyrir starfsmenn. „Þetta var smá áhætta þar sem þetta hefur ekki verið gert áður á Íslandi. En vörumerkið er svo sterkt að við fengum inn þrjú hundruð manns á einum degi og sjötíu manns fengu vinnu. Vörumerkið kemur þarna svo sterkt inn að við náum að manna þessi störf í tvö prósent atvinnuleysi. Við lögðum líka upp með að ná sem flestum þjóðernum og tungumálum. Ég held að við munum á góðum degi hjá okkur hér í Lækjargötu vera með um tólf þjóðerni og yfir sautján tungumál,“ segir Styrmir.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Rúmlega 250 manns tóku þátt í áheyrnarprufum Hard Rock Í boði eru ýmis veitinga- og þjónustustöf en prufurnar fóru fram í þremur þrepum. 10. september 2016 20:00 Einnig stefnt að opnun H&M í Kringlunni Ef allt gengur eftir mun H&M einnig opna í Kringlunni 8. júlí 2016 09:34 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Rúmlega 250 manns tóku þátt í áheyrnarprufum Hard Rock Í boði eru ýmis veitinga- og þjónustustöf en prufurnar fóru fram í þremur þrepum. 10. september 2016 20:00
Einnig stefnt að opnun H&M í Kringlunni Ef allt gengur eftir mun H&M einnig opna í Kringlunni 8. júlí 2016 09:34