„Ég þrái að komast heim“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2016 19:00 Sigríður Guðmundsdóttir, fyrrverandi sóknarprestur, varð fyrir mænuskaða í slysi fyrir átján árum og er einnig með MS sjúkdóminn. Hún notast því við hjólastól og þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Nýlega fékk Sigríður leiguíbúð SEM-samtakanna á Sléttuvegi og hugðist hún flytja í íbúðina í sumar. En rétt áður en hún átti að flytja í nýju íbúðina veiktist hún af lungnabólgu og var lögð inn á Landspítalann. Nú hefur hún jafnað sig af lungnabólgunni og má fara heim en situr þó föst á spítalanum. „Ég get ekki flutt inn í nýju íbúðina þótt allt sé til reiðu, búið að færa húsgögnin mín og svona, vegna þess að það er mannekla hjá Reykjavíkurborg á Sléttuveginum þar sem ég kem til með að búa. Þess vegna get ég ekki flutt. Því það er enginn til að taka á móti mér. Eins og er á ég heima á Landspítalanum,“ segir Sigríður. Sigríður missti heimahjúkrun og aðra þjónustu við það eitt að skipta um póstnúmer. Hún fékk áður viðbótarþjónustu frá Sinnum en það er tilraunaverkefni sem nú er lokið. Hún segir þjónustu við fatlað fólk einkennast af óvissu. „Þannig að í raun og veru er lífið mitt í dag tilraun. Ég veit ekki hvernig lífið verður, ég veit ekki hvað tekur við. Ég veit ekki hvað er framundan. Lífið er alveg óráðið.“ Í svari frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir að faglærðir heilbrigðisstarfsmenn sinni þjónustunni á Sléttuvegi og erfitt sé að fá þá til starfa. En á meðan reynt er að ráða í störfin er Sigríður í algjörri óvissu. „Ég fékk einhver svör í morgun um að það væri kannski hægt að svara mér í næstu viku og meira veit ég ekki,“ segir hún. „Á sama tíma er ég að teppa upp rándýra vist á sjúkrahúsi. Fyrir fárveikt fólk og hér er ég og þrái að komast heim. Ég þrái ekkert heitara en að komast heim til mín. Auðvitað eiga allir að vera heima hjá sér og ég veit að ég er ekkert einsdæmi. Við erum svo mörg í þessum sporum að við komumst ekki heim.“Viðtal við Sigríði má finna í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sigríður Guðmundsdóttir, fyrrverandi sóknarprestur, varð fyrir mænuskaða í slysi fyrir átján árum og er einnig með MS sjúkdóminn. Hún notast því við hjólastól og þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Nýlega fékk Sigríður leiguíbúð SEM-samtakanna á Sléttuvegi og hugðist hún flytja í íbúðina í sumar. En rétt áður en hún átti að flytja í nýju íbúðina veiktist hún af lungnabólgu og var lögð inn á Landspítalann. Nú hefur hún jafnað sig af lungnabólgunni og má fara heim en situr þó föst á spítalanum. „Ég get ekki flutt inn í nýju íbúðina þótt allt sé til reiðu, búið að færa húsgögnin mín og svona, vegna þess að það er mannekla hjá Reykjavíkurborg á Sléttuveginum þar sem ég kem til með að búa. Þess vegna get ég ekki flutt. Því það er enginn til að taka á móti mér. Eins og er á ég heima á Landspítalanum,“ segir Sigríður. Sigríður missti heimahjúkrun og aðra þjónustu við það eitt að skipta um póstnúmer. Hún fékk áður viðbótarþjónustu frá Sinnum en það er tilraunaverkefni sem nú er lokið. Hún segir þjónustu við fatlað fólk einkennast af óvissu. „Þannig að í raun og veru er lífið mitt í dag tilraun. Ég veit ekki hvernig lífið verður, ég veit ekki hvað tekur við. Ég veit ekki hvað er framundan. Lífið er alveg óráðið.“ Í svari frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir að faglærðir heilbrigðisstarfsmenn sinni þjónustunni á Sléttuvegi og erfitt sé að fá þá til starfa. En á meðan reynt er að ráða í störfin er Sigríður í algjörri óvissu. „Ég fékk einhver svör í morgun um að það væri kannski hægt að svara mér í næstu viku og meira veit ég ekki,“ segir hún. „Á sama tíma er ég að teppa upp rándýra vist á sjúkrahúsi. Fyrir fárveikt fólk og hér er ég og þrái að komast heim. Ég þrái ekkert heitara en að komast heim til mín. Auðvitað eiga allir að vera heima hjá sér og ég veit að ég er ekkert einsdæmi. Við erum svo mörg í þessum sporum að við komumst ekki heim.“Viðtal við Sigríði má finna í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira