Enski boltinn

Starf Allardyce hangir á bláþræði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Allardyce.
Sam Allardyce. Vísir/Getty
Eins og áður hefur komið fram er Sam Allardyce, þjálfari enska landsliðsins, í vanda staddur eftir að hann varð uppvís að því að samþykkja 400 þúsund punda greiðslu fyrir að komast framhjá knattspyrnulögum.

Allardyce lenti í klónum á rannsóknarblaðamönnum enska dagsblaðsins The Telegraph en Allardyce sést á myndbandi bjóða þeim aðstoð sína við að komast fram hjá reglum um eignarhald þriðja aðila á knattspyrnumönnum, sem er víða ólöglegt - þar á meðal á Englandi.

Enskir fréttamiðlar hafa mikið fjallað um málið í dag og herma heimildir Sky að Allardyce telur að málið sé allt hið vandræðalegasta fyrir sig að það kæmi honum ekki á óvart ef hann myndi missa starfið í dag.

Stjórn enska knattspyrnusambandsins hefur fundað um framtíð Allardyce í dag en sambandið bað The Telegraph um allar upplýsingar sem þeir höfðu um Allardyce og málið sem fjallað var um í dag.

Allardyce var ráðinn þjálfari enska landsliðsins til næstu tveggja ára skömmu eftir að Roy Hodgson hætti, eftir að England hafði tapað fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum EM í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×