Blað brotið í sögu Kólumbíu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2016 23:17 Timoleon Jimenez, leiðtogi FARC, og Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu við undirritunina í kvöld. Haldin var hátíðleg athöfn í Cartagena í tilefni dagsins, sem yfir 2.500 manns sóttu. vísir/epa Ríkisstjórn Kólumbíu og skæruliðasamtökin FARC undirrituðu í kvöld friðarsamkomulag sem mun formlega binda endi á yfir hálfrar aldar löng átök þar í landi. Samningurinn fer í þjóðaratkvæðagreiðslu í næstu viku og benda skoðanakannanir til þess að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna muni samþykkja hann. Friðarviðræður á milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í fjögur ár. Báðir aðilar samþykktu í júní síðastliðnum að leggja niður vopn og var samkomulagið formlega kynnt fyrir um mánuði síðan. FARC-liðar þurftu að samþykkja samninginn á landsþingi sínu og er næst komið að almenningi í Kólumbíu að samþykkja hann, en þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin 2. október næstkomandi. Greiði almenningur atkvæði með samningnum munu skæruliðar FARC afhenda Sameinuðu þjóðunum vopn sín. Þá verða samtökunum tryggð að minnsta kosti tíu þingsæti næstu tvö kjörtímabil, svo fátt eitt sé nefnt, en samkomulagið telur 297 blaðsíður. Pólitísk framtíð forsetans, Juan Manuel Santos, er sögð undir en hann sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í kvöld að samningurinn muni auka hagvöxt og sameina þjóðina. Það muni hins vegar taka þjóðina nokkurn tíma að jafna sig á stríðinu sem staðið hefur yfir í 52 ár. Evrópusambandið ákvað í dag, eftir að liðsmenn FARC lýstu yfir stuðningi við friðarsamkomulagið, að fjarlægja samtökin tímabundið af lista sínum yfir hryðjuverkasamtök. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958. Tengdar fréttir Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi FARC-skæruliðarnir í Kólumbíu hafa undirritað friðarsamkomulag við Kólumbíustjórn eftir að hafa staðið í hernaði í meira en hálfa öld. FARC-liðar lofa að leysa upp fíkniefnaiðnað sinn en sleppa við fangelsi játi þeir afbrot sín 26. ágúst 2016 07:00 Vopnahlé tekur formlega gildi Forsvarsmenn FARC uppreisnarhópsins í Kólumbíu lýsa yfir vopnahlé eftir 52 ára átök. 28. ágúst 2016 22:15 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Ríkisstjórn Kólumbíu og skæruliðasamtökin FARC undirrituðu í kvöld friðarsamkomulag sem mun formlega binda endi á yfir hálfrar aldar löng átök þar í landi. Samningurinn fer í þjóðaratkvæðagreiðslu í næstu viku og benda skoðanakannanir til þess að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna muni samþykkja hann. Friðarviðræður á milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í fjögur ár. Báðir aðilar samþykktu í júní síðastliðnum að leggja niður vopn og var samkomulagið formlega kynnt fyrir um mánuði síðan. FARC-liðar þurftu að samþykkja samninginn á landsþingi sínu og er næst komið að almenningi í Kólumbíu að samþykkja hann, en þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin 2. október næstkomandi. Greiði almenningur atkvæði með samningnum munu skæruliðar FARC afhenda Sameinuðu þjóðunum vopn sín. Þá verða samtökunum tryggð að minnsta kosti tíu þingsæti næstu tvö kjörtímabil, svo fátt eitt sé nefnt, en samkomulagið telur 297 blaðsíður. Pólitísk framtíð forsetans, Juan Manuel Santos, er sögð undir en hann sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í kvöld að samningurinn muni auka hagvöxt og sameina þjóðina. Það muni hins vegar taka þjóðina nokkurn tíma að jafna sig á stríðinu sem staðið hefur yfir í 52 ár. Evrópusambandið ákvað í dag, eftir að liðsmenn FARC lýstu yfir stuðningi við friðarsamkomulagið, að fjarlægja samtökin tímabundið af lista sínum yfir hryðjuverkasamtök. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958.
Tengdar fréttir Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi FARC-skæruliðarnir í Kólumbíu hafa undirritað friðarsamkomulag við Kólumbíustjórn eftir að hafa staðið í hernaði í meira en hálfa öld. FARC-liðar lofa að leysa upp fíkniefnaiðnað sinn en sleppa við fangelsi játi þeir afbrot sín 26. ágúst 2016 07:00 Vopnahlé tekur formlega gildi Forsvarsmenn FARC uppreisnarhópsins í Kólumbíu lýsa yfir vopnahlé eftir 52 ára átök. 28. ágúst 2016 22:15 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi FARC-skæruliðarnir í Kólumbíu hafa undirritað friðarsamkomulag við Kólumbíustjórn eftir að hafa staðið í hernaði í meira en hálfa öld. FARC-liðar lofa að leysa upp fíkniefnaiðnað sinn en sleppa við fangelsi játi þeir afbrot sín 26. ágúst 2016 07:00
Vopnahlé tekur formlega gildi Forsvarsmenn FARC uppreisnarhópsins í Kólumbíu lýsa yfir vopnahlé eftir 52 ára átök. 28. ágúst 2016 22:15