Blað brotið í sögu Kólumbíu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2016 23:17 Timoleon Jimenez, leiðtogi FARC, og Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu við undirritunina í kvöld. Haldin var hátíðleg athöfn í Cartagena í tilefni dagsins, sem yfir 2.500 manns sóttu. vísir/epa Ríkisstjórn Kólumbíu og skæruliðasamtökin FARC undirrituðu í kvöld friðarsamkomulag sem mun formlega binda endi á yfir hálfrar aldar löng átök þar í landi. Samningurinn fer í þjóðaratkvæðagreiðslu í næstu viku og benda skoðanakannanir til þess að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna muni samþykkja hann. Friðarviðræður á milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í fjögur ár. Báðir aðilar samþykktu í júní síðastliðnum að leggja niður vopn og var samkomulagið formlega kynnt fyrir um mánuði síðan. FARC-liðar þurftu að samþykkja samninginn á landsþingi sínu og er næst komið að almenningi í Kólumbíu að samþykkja hann, en þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin 2. október næstkomandi. Greiði almenningur atkvæði með samningnum munu skæruliðar FARC afhenda Sameinuðu þjóðunum vopn sín. Þá verða samtökunum tryggð að minnsta kosti tíu þingsæti næstu tvö kjörtímabil, svo fátt eitt sé nefnt, en samkomulagið telur 297 blaðsíður. Pólitísk framtíð forsetans, Juan Manuel Santos, er sögð undir en hann sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í kvöld að samningurinn muni auka hagvöxt og sameina þjóðina. Það muni hins vegar taka þjóðina nokkurn tíma að jafna sig á stríðinu sem staðið hefur yfir í 52 ár. Evrópusambandið ákvað í dag, eftir að liðsmenn FARC lýstu yfir stuðningi við friðarsamkomulagið, að fjarlægja samtökin tímabundið af lista sínum yfir hryðjuverkasamtök. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958. Tengdar fréttir Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi FARC-skæruliðarnir í Kólumbíu hafa undirritað friðarsamkomulag við Kólumbíustjórn eftir að hafa staðið í hernaði í meira en hálfa öld. FARC-liðar lofa að leysa upp fíkniefnaiðnað sinn en sleppa við fangelsi játi þeir afbrot sín 26. ágúst 2016 07:00 Vopnahlé tekur formlega gildi Forsvarsmenn FARC uppreisnarhópsins í Kólumbíu lýsa yfir vopnahlé eftir 52 ára átök. 28. ágúst 2016 22:15 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ríkisstjórn Kólumbíu og skæruliðasamtökin FARC undirrituðu í kvöld friðarsamkomulag sem mun formlega binda endi á yfir hálfrar aldar löng átök þar í landi. Samningurinn fer í þjóðaratkvæðagreiðslu í næstu viku og benda skoðanakannanir til þess að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna muni samþykkja hann. Friðarviðræður á milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í fjögur ár. Báðir aðilar samþykktu í júní síðastliðnum að leggja niður vopn og var samkomulagið formlega kynnt fyrir um mánuði síðan. FARC-liðar þurftu að samþykkja samninginn á landsþingi sínu og er næst komið að almenningi í Kólumbíu að samþykkja hann, en þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin 2. október næstkomandi. Greiði almenningur atkvæði með samningnum munu skæruliðar FARC afhenda Sameinuðu þjóðunum vopn sín. Þá verða samtökunum tryggð að minnsta kosti tíu þingsæti næstu tvö kjörtímabil, svo fátt eitt sé nefnt, en samkomulagið telur 297 blaðsíður. Pólitísk framtíð forsetans, Juan Manuel Santos, er sögð undir en hann sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í kvöld að samningurinn muni auka hagvöxt og sameina þjóðina. Það muni hins vegar taka þjóðina nokkurn tíma að jafna sig á stríðinu sem staðið hefur yfir í 52 ár. Evrópusambandið ákvað í dag, eftir að liðsmenn FARC lýstu yfir stuðningi við friðarsamkomulagið, að fjarlægja samtökin tímabundið af lista sínum yfir hryðjuverkasamtök. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958.
Tengdar fréttir Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi FARC-skæruliðarnir í Kólumbíu hafa undirritað friðarsamkomulag við Kólumbíustjórn eftir að hafa staðið í hernaði í meira en hálfa öld. FARC-liðar lofa að leysa upp fíkniefnaiðnað sinn en sleppa við fangelsi játi þeir afbrot sín 26. ágúst 2016 07:00 Vopnahlé tekur formlega gildi Forsvarsmenn FARC uppreisnarhópsins í Kólumbíu lýsa yfir vopnahlé eftir 52 ára átök. 28. ágúst 2016 22:15 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi FARC-skæruliðarnir í Kólumbíu hafa undirritað friðarsamkomulag við Kólumbíustjórn eftir að hafa staðið í hernaði í meira en hálfa öld. FARC-liðar lofa að leysa upp fíkniefnaiðnað sinn en sleppa við fangelsi játi þeir afbrot sín 26. ágúst 2016 07:00
Vopnahlé tekur formlega gildi Forsvarsmenn FARC uppreisnarhópsins í Kólumbíu lýsa yfir vopnahlé eftir 52 ára átök. 28. ágúst 2016 22:15