Enski boltinn

Ranieri með myndir af öllum hinum stjórunum í ensku úrvalsdeildinni á skrifstofunni sinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ranieri er mikill herramaður.
Ranieri er mikill herramaður. vísir/getty
Gary Lineker, fyrrverandi landsliðsframherji Englands og núverandi þáttastjórnandi Match of the Day, tók hús á Claudio Ranieri, knattspyrnustjóra Leicester City í dag.

Lineker kíkti inn á skrifstofu hjá Ítalanum og við honum blöstu myndir af hinum 19 knattspyrnustjórunum í ensku úrvalsdeildinni.

Lineker birti mynd af þessum skemmtilega myndavegg á Instagram í dag og spurði hvaða stjóri yrði fyrstur til að vera tekinn niður af veggnum.

Samkvæmt veðbönkum er landi Ranieris, Francesco Guidolin, stjóri Swansea City, líklegastur til að missa starfið sitt. Næstir á blaði koma Slaven Bilic, stjóri West Ham, og Mark Hughes, stjóri Stoke City.

Englandsmeistarar Leicester ekki farið vel af stað á tímabilinu og tapað þremur af fyrstu sex deildarleikjum sínum. Þeir unnu þó góðan sigur í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu og mæta Porto á heimavelli í næsta leik sínum í keppninni á morgun.

Lineker er uppalinn hjá Leicester og sló í gegn hjá félaginu áður en hann var seldur til Everton. Þaðan fór hann til Barcelona, þá Tottenham Hotspur og loks til Japans þar sem hann lauk ferlinum.

Lineker hafði miklar efasemdir um Ranieri þegar hann var ráðinn til Leicester en það er óhætt að segja að Ítalinn hafi unnið hann á sitt band á síðasta tímabili. Sem frægt er kom Leicester öllum á óvart og vann Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins.

In Claudio Ranieri's office and he's got pics of all the PL managers. First one off the wall?

A photo posted by Gary Lineker (@garylineker) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×