Erlent

Handtekinn fyrir að „hakka“ síma Pippu Middleton

Samúel Karl Ólason skrifar
Pippa ásamt systur sinni Katrínu.
Pippa ásamt systur sinni Katrínu. Vísir/EPA
Lögregla í Bretlandi hefur handtekið mann sem sakaður er um að hafa brotist inn í síma Pippu Middleton. Hann er sagður hafa reynt að selja myndir úr síma hennar í gegnum WhatsApp og bað hann um 50 þúsund pund fyrir. Það samsvarar um sjö og hálfri milljón króna. BBC greinir frá.

„Hakkarinn“ hélt því fram að hann byggi yfir um þrjú þúsund myndum af iCloud svæði Pippu. Þar á meðal væru myndir af Kate Middleton, eiginmanni hennar Vilhjálmi prinsi og dóttur þeirra Karlottu. Þar að auki sagðist maðurinn hafa stolið myndum af nöktum unnusta Pippu, James Matthews.

Þar að auki sagðist hakkarinn hafa komist yfir einkaskilaboð hennar.

Hann reyndi að selja The Sun myndirnar. Í stað þess að kaupa myndirnar vöruðu blaðamenn The Sun Pippu við þjófnaðinum og talaði hún við lögreglu. Maðurinn var svo handtekinn í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×