Margrét tekur ekki sæti á lista Samfylkingarinnar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 24. september 2016 12:22 Margrét var færð niður um sæti vegna aldurs, en hún er 44 ára. Vísir/Valli Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður, ætlar ekki að taka 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar en hún var færð niður um sæti vegna aldurs. Sams konar reglu var hins vegar ekki fylgt á listum flokksins í Reykjavík en hún segir ekki til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna eftir aldri. Samkvæmt reglum í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og í Reykjavík sem fram fóru fyrr í mánuðinum varð einn af þremur efstu frambjóðendum á listum flokksins að vera 35 ára eða yngri. Framboðslistar flokksins í Reykjavíkur norður og suður voru samþykktir í fyrradag en á þeim listum var vikið frá þessari reglu. Þannig skipa Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir efstu þrjú sætin í Reykjavík norður en þau er öll eldri en 35 ára.Úr þriðja sæti í fimmta Í flokksvalinu í Suðvesturkjördæmi var aldursreglunni hins vegar fylgt eftir. Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, hlaut kosningu í 3. sæti listans. Hún var hins vegar færð niður þar sem enginn þeirra sem hlutu efstu sætin voru 35 ára eða yngri en Margrét er 44 ára. Vegna kynjasjónarmiða var Margrét færð enn neðar og endaði í 5. sæti listans. Margrét segir þetta ósamræmi milli kjördæma mjög skrýtið. „Þetta er náttúrulega ekki alveg til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna fólki eftir aldri. En ef að reglurnar gilda, og það hefði ég getað sætt mig við, að þá verða þær að gilda alls staðar. Fyrst svo er ekki að þá ætla ég ekki að taka sæti á listanum,“ segir Margrét.Hefur þú fengið einhverjar skýringar á þessu ósamræmi? „Já ég veit náttúrulega alveg hvernig í þessu liggur. Þetta er ekkert viljaverk. Það er bara þannig að í öðru kjördæminu fara menn alveg eftir reglunum, bara eftir bókstafnum, en í hinu ákveða menn að gera það ekki,“ segir Margrét.Ákveðið áfall Þetta ósamræmi megi að hluta skýra með því að fundirnir, þar sem listar flokksins í suðvestur og Reykjavík voru staðfestir, fóru fram á sama tíma. Því hefði ekki verið samráð um hvernig og hvort beita ætti reglunni. „En það var mér ákveðið áfall að sjá að þessu hefði bara öllu verið kastað til hliðar í Reykjavík,“ segir Margrét. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Sjá meira
Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður, ætlar ekki að taka 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar en hún var færð niður um sæti vegna aldurs. Sams konar reglu var hins vegar ekki fylgt á listum flokksins í Reykjavík en hún segir ekki til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna eftir aldri. Samkvæmt reglum í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og í Reykjavík sem fram fóru fyrr í mánuðinum varð einn af þremur efstu frambjóðendum á listum flokksins að vera 35 ára eða yngri. Framboðslistar flokksins í Reykjavíkur norður og suður voru samþykktir í fyrradag en á þeim listum var vikið frá þessari reglu. Þannig skipa Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir efstu þrjú sætin í Reykjavík norður en þau er öll eldri en 35 ára.Úr þriðja sæti í fimmta Í flokksvalinu í Suðvesturkjördæmi var aldursreglunni hins vegar fylgt eftir. Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, hlaut kosningu í 3. sæti listans. Hún var hins vegar færð niður þar sem enginn þeirra sem hlutu efstu sætin voru 35 ára eða yngri en Margrét er 44 ára. Vegna kynjasjónarmiða var Margrét færð enn neðar og endaði í 5. sæti listans. Margrét segir þetta ósamræmi milli kjördæma mjög skrýtið. „Þetta er náttúrulega ekki alveg til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna fólki eftir aldri. En ef að reglurnar gilda, og það hefði ég getað sætt mig við, að þá verða þær að gilda alls staðar. Fyrst svo er ekki að þá ætla ég ekki að taka sæti á listanum,“ segir Margrét.Hefur þú fengið einhverjar skýringar á þessu ósamræmi? „Já ég veit náttúrulega alveg hvernig í þessu liggur. Þetta er ekkert viljaverk. Það er bara þannig að í öðru kjördæminu fara menn alveg eftir reglunum, bara eftir bókstafnum, en í hinu ákveða menn að gera það ekki,“ segir Margrét.Ákveðið áfall Þetta ósamræmi megi að hluta skýra með því að fundirnir, þar sem listar flokksins í suðvestur og Reykjavík voru staðfestir, fóru fram á sama tíma. Því hefði ekki verið samráð um hvernig og hvort beita ætti reglunni. „En það var mér ákveðið áfall að sjá að þessu hefði bara öllu verið kastað til hliðar í Reykjavík,“ segir Margrét.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Sjá meira