Herja á Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2016 10:23 Vísir/AFP Fjölda sprengja hefur verið varpað á borgina Aleppo í Sýrlandi á undanförnum dögum. Aðgerðarsinnar segja minnst 30 loftárásir hafa verið gerðar í nótt. Minnst 250 þúsund manns halda til á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar. Ný sókn stjórnarhers Sýrlands var tilkynnt í ríkissjónvarpi landsins og var borgurum í Aleppo skipað að halda sér frá hryðjuverkamönnum og stöðum þar sem þá má finna. (Ríkisstjórn Sýrlands kallar allar fylkingar sem berjast gegn sér hryðjuverkamenn.) Þá höfðu loftárásir á borgina þó staðið yfir í tvo daga áður en tilkynningin var birt. Stjórnarherinn lýsti því yfir á mánudaginn að þeir myndu hætta að fylgja skilmálum vopnahlés Bandaríkjanna og Rússlands. Þeir sökuðu uppreisnarmenn um að hafa margrofið vopnahléið en ásakanir um slíkt höfðu gengið víxl alla vikuna sem vopnahléið var í gildi. Loftárásir hafa verið gerðar á borgina á hverjum degi frá því á mánudaginn. Talið er að tugir hafi látið lífið. Í samtali við Reuters sagði Ammar al-Selmo, yfirmaður björgunarsveita Aleppo, að fimm rússneskar flugvélar hefðu verið á sveimi yfir borginni. Aleppo var stærsta borg Sýrlands áður en styrjöldin hófst í Sýrlandi. Hún hefur orðið verulega illa úti í átökunum, en stjórnarherinn hefur í raun setið um yfirráðasvæði uppreisnarmanna í tvo mánuði. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00 Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47 Sýrlandsher hefur nýja sókn gegn uppreisnarhópum í Aleppo Sýrlandsher tilkynnti nú undir kvöld að hann muni nú hefja nýja sókn gegn uppreisnarhópnum í austurhluta borgarinnar Aleppo, en herinn hefur staðið fyrir miklum sprengjuárásum á uppreisnarhópana síðustu daga, eða allt frá því að vopnahléinu lauk á mánudag. 23. september 2016 00:03 Gríðarlegar loftárásir á Aleppo: „Eins og verið sé að bæta upp fyrir vopnahléið“ Svo virðist sem að vopahléið í Sýrlandi sé endanlega úr sögunni. 22. september 2016 14:02 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Fjölda sprengja hefur verið varpað á borgina Aleppo í Sýrlandi á undanförnum dögum. Aðgerðarsinnar segja minnst 30 loftárásir hafa verið gerðar í nótt. Minnst 250 þúsund manns halda til á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar. Ný sókn stjórnarhers Sýrlands var tilkynnt í ríkissjónvarpi landsins og var borgurum í Aleppo skipað að halda sér frá hryðjuverkamönnum og stöðum þar sem þá má finna. (Ríkisstjórn Sýrlands kallar allar fylkingar sem berjast gegn sér hryðjuverkamenn.) Þá höfðu loftárásir á borgina þó staðið yfir í tvo daga áður en tilkynningin var birt. Stjórnarherinn lýsti því yfir á mánudaginn að þeir myndu hætta að fylgja skilmálum vopnahlés Bandaríkjanna og Rússlands. Þeir sökuðu uppreisnarmenn um að hafa margrofið vopnahléið en ásakanir um slíkt höfðu gengið víxl alla vikuna sem vopnahléið var í gildi. Loftárásir hafa verið gerðar á borgina á hverjum degi frá því á mánudaginn. Talið er að tugir hafi látið lífið. Í samtali við Reuters sagði Ammar al-Selmo, yfirmaður björgunarsveita Aleppo, að fimm rússneskar flugvélar hefðu verið á sveimi yfir borginni. Aleppo var stærsta borg Sýrlands áður en styrjöldin hófst í Sýrlandi. Hún hefur orðið verulega illa úti í átökunum, en stjórnarherinn hefur í raun setið um yfirráðasvæði uppreisnarmanna í tvo mánuði.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00 Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47 Sýrlandsher hefur nýja sókn gegn uppreisnarhópum í Aleppo Sýrlandsher tilkynnti nú undir kvöld að hann muni nú hefja nýja sókn gegn uppreisnarhópnum í austurhluta borgarinnar Aleppo, en herinn hefur staðið fyrir miklum sprengjuárásum á uppreisnarhópana síðustu daga, eða allt frá því að vopnahléinu lauk á mánudag. 23. september 2016 00:03 Gríðarlegar loftárásir á Aleppo: „Eins og verið sé að bæta upp fyrir vopnahléið“ Svo virðist sem að vopahléið í Sýrlandi sé endanlega úr sögunni. 22. september 2016 14:02 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00
Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47
Sýrlandsher hefur nýja sókn gegn uppreisnarhópum í Aleppo Sýrlandsher tilkynnti nú undir kvöld að hann muni nú hefja nýja sókn gegn uppreisnarhópnum í austurhluta borgarinnar Aleppo, en herinn hefur staðið fyrir miklum sprengjuárásum á uppreisnarhópana síðustu daga, eða allt frá því að vopnahléinu lauk á mánudag. 23. september 2016 00:03
Gríðarlegar loftárásir á Aleppo: „Eins og verið sé að bæta upp fyrir vopnahléið“ Svo virðist sem að vopahléið í Sýrlandi sé endanlega úr sögunni. 22. september 2016 14:02