Justin Bieber í jakka frá JÖR Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2016 20:58 Skjáskot af vef Daily Mail þar sem fjallað er um Parísardvöl poppprinsins. Kanadíska poppstjarnan og Íslandsvinurinn Justin Bieber spókaði sig í París í dag í jakka frá íslenska tískumerkinu JÖR. Bieber heldur seinni tónleika sína í París í kvöld en hann er nú á ferð um Evrópu til að kynna nýjustu plötu sína Purpose.Fjallað er um Parísardvöl Bieber í breska slúðurmiðlinum Daily Mail og því slegið upp í fyrirsögn að Bieber hafi litið vel út í tættum jakka með „houndstooth“-mynstri og rifnum gallabuxum. Jakkinn sem fór tónlistarmanninum svona vel er frá JÖR eins og áður segir en hönnuðurinn er Guðmundur Jörundsson. „Þau höfðu samband við okkur svona um það bil viku áður en hann kom hingað til landsins og báðu um að við myndum senda þeim einhvern pakka af fötum,“ segir Guðmundur aðspurður um hvernig það komi til að Bieber sjáist á götum Parísar í hönnun hans, en eins og mörgum er eflaust í fersku minni hélt Bieber tvenna tónleika hér á landi fyrr í þessum mánuði.Guðmundur Jörundsson fatahönnuðurVísir/ErnirAlþekkt er að þeir sem sjái um að klæða stjörnurnar hafi samband við fatahönnuði og biðji um að fá senda nokkurs konar fatapakka. Það er síðan undir stjörnunni sjálfri komið hvort hún klæðist einhverju af því sem hún fær sent. Bieber virðist hafa fílað jakkann sem og annað sem hann fékk sent frá JÖR því hann sendi ekkert af því til baka. Jakkinn sem hann klæddist í dag er svokallað „show peace“ segir Guðmundur, það er ekki er til annar jakki eins og þessi en hann er úr vetrarlínu JÖR frá árinu 2014. Aðspurður hvort að Bieber sé frægasta manneskjan sem sést hafi í hönnun segist Guðmundur ætla að svo sé en gerir þetta mikið fyrir tískumerkið? „Nei, ekki svona eitt og sér. Það væri ekki nema hann færi sjálfur að tala um merkið eða ganga mikið í því sem það myndi gera eitthvað fyrir okkur,“ segir Guðmundur og bendir á tískumerki sem sérhæfir sig í „streetwear“ sem var mjög lítið og óþekkt þar til Bieber tók upp á því að ganga mikið í því. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Kanadíska poppstjarnan og Íslandsvinurinn Justin Bieber spókaði sig í París í dag í jakka frá íslenska tískumerkinu JÖR. Bieber heldur seinni tónleika sína í París í kvöld en hann er nú á ferð um Evrópu til að kynna nýjustu plötu sína Purpose.Fjallað er um Parísardvöl Bieber í breska slúðurmiðlinum Daily Mail og því slegið upp í fyrirsögn að Bieber hafi litið vel út í tættum jakka með „houndstooth“-mynstri og rifnum gallabuxum. Jakkinn sem fór tónlistarmanninum svona vel er frá JÖR eins og áður segir en hönnuðurinn er Guðmundur Jörundsson. „Þau höfðu samband við okkur svona um það bil viku áður en hann kom hingað til landsins og báðu um að við myndum senda þeim einhvern pakka af fötum,“ segir Guðmundur aðspurður um hvernig það komi til að Bieber sjáist á götum Parísar í hönnun hans, en eins og mörgum er eflaust í fersku minni hélt Bieber tvenna tónleika hér á landi fyrr í þessum mánuði.Guðmundur Jörundsson fatahönnuðurVísir/ErnirAlþekkt er að þeir sem sjái um að klæða stjörnurnar hafi samband við fatahönnuði og biðji um að fá senda nokkurs konar fatapakka. Það er síðan undir stjörnunni sjálfri komið hvort hún klæðist einhverju af því sem hún fær sent. Bieber virðist hafa fílað jakkann sem og annað sem hann fékk sent frá JÖR því hann sendi ekkert af því til baka. Jakkinn sem hann klæddist í dag er svokallað „show peace“ segir Guðmundur, það er ekki er til annar jakki eins og þessi en hann er úr vetrarlínu JÖR frá árinu 2014. Aðspurður hvort að Bieber sé frægasta manneskjan sem sést hafi í hönnun segist Guðmundur ætla að svo sé en gerir þetta mikið fyrir tískumerkið? „Nei, ekki svona eitt og sér. Það væri ekki nema hann færi sjálfur að tala um merkið eða ganga mikið í því sem það myndi gera eitthvað fyrir okkur,“ segir Guðmundur og bendir á tískumerki sem sérhæfir sig í „streetwear“ sem var mjög lítið og óþekkt þar til Bieber tók upp á því að ganga mikið í því.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira