Segir ummæli forstjóra Vinnueftirlitsins um kranaslysið afar sérstök Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2016 11:25 Kraninn umræddi sem undirverktaki Þarfaþings var með á leigu. Vísir/GVA „Mér finnst sérstakt ef menn eru komnir með niðurstöðu í máli nokkrum klukkustundum eftir að það gerðist,“ segir Eggert Jónsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þarfaþings, um ummæli Eyjólfs Sæmundssonar, forstjóra Vinnueftirlitsins, um atvikið í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar byggingarkrani hrundi á nýbyggingu við Bæjarins bestu.Eyjólfur sagði í samtali við Vísi í gær grunur leiki á að átt hafi verið við öryggisbúnað byggingarkranans þannig að hann myndi ekki slá út þegar byrðin væri orðin of þung. Það er undirverktaki á vegum Þarfaþings sem var með þennan umrædda krana á leigu en Eggert hjá Þarfaþingi segir þessi ummæli forstjóra Vinnueftirlitsins sérstök. „Mér þykir réttast að lofa rannsóknaraðilum að klára málið, gera skýrslu, áður en þeir fara að tjá sig um niðurstöðu málsins,“ segir Eggert en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu.Kraninn í Hafnarstrætinu um klukkan korter í tólf í morgun.Vísir/BSSagði þekkt að menn reyni að svindla á öryggisbúnaðinum Eyjólfur sagði við Vísi í gær að öryggisbúnaðurinn virki þannig að hann eigi að slá út þegar verið er að lyfta of þungu hlassi og þannig koma í veg fyrir að hægt sé að lyfta hlassinu. „Það er þekkt að menn séu að reyna að svindla á þessu og lyfta meiru en kraninn lyftir. Í þessu tilviki leikur grunur á um að slíkt hafi átt sér stað og lögreglan er að rannsaka það,“ sagði Eyjólfur sem segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum.Ótrúlegt að enginn hafi slasast Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í gær að það væri með ólíkindum að enginn hafi slasast. Kraninn féll yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu þar sem vanalega er talsvert að fólki að bíða í röð eftir pylsunum frægu. Í gær voru hins vegar bara tveir við vagninn. Sá sem var að bíða eftir að afgreiðslumaðurinn lauk við að setja á pylsu sem hann hafði pantað var einskis var fyrr en sá sem var næstur í röðinni hrópar á hann og afgreiðslumanninn að vara sig því kraninn væri að hrynja og náðu viðskiptavinirnir að koma sér undan en afgreiðslumaðurinn Skúli Þórðarson var hins vegar inni í pylsuvagninum sem slapp ótrúlega vel. Tengdar fréttir Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu "Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“ 29. september 2016 12:12 Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53 Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans sem féll á hús í byggingu við Hafnarstræti þannigað lyfta mætti þyngra hlassi en mögulegt var. Lögregla rannsakar málið. 29. september 2016 19:14 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Mér finnst sérstakt ef menn eru komnir með niðurstöðu í máli nokkrum klukkustundum eftir að það gerðist,“ segir Eggert Jónsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þarfaþings, um ummæli Eyjólfs Sæmundssonar, forstjóra Vinnueftirlitsins, um atvikið í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar byggingarkrani hrundi á nýbyggingu við Bæjarins bestu.Eyjólfur sagði í samtali við Vísi í gær grunur leiki á að átt hafi verið við öryggisbúnað byggingarkranans þannig að hann myndi ekki slá út þegar byrðin væri orðin of þung. Það er undirverktaki á vegum Þarfaþings sem var með þennan umrædda krana á leigu en Eggert hjá Þarfaþingi segir þessi ummæli forstjóra Vinnueftirlitsins sérstök. „Mér þykir réttast að lofa rannsóknaraðilum að klára málið, gera skýrslu, áður en þeir fara að tjá sig um niðurstöðu málsins,“ segir Eggert en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu.Kraninn í Hafnarstrætinu um klukkan korter í tólf í morgun.Vísir/BSSagði þekkt að menn reyni að svindla á öryggisbúnaðinum Eyjólfur sagði við Vísi í gær að öryggisbúnaðurinn virki þannig að hann eigi að slá út þegar verið er að lyfta of þungu hlassi og þannig koma í veg fyrir að hægt sé að lyfta hlassinu. „Það er þekkt að menn séu að reyna að svindla á þessu og lyfta meiru en kraninn lyftir. Í þessu tilviki leikur grunur á um að slíkt hafi átt sér stað og lögreglan er að rannsaka það,“ sagði Eyjólfur sem segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum.Ótrúlegt að enginn hafi slasast Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í gær að það væri með ólíkindum að enginn hafi slasast. Kraninn féll yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu þar sem vanalega er talsvert að fólki að bíða í röð eftir pylsunum frægu. Í gær voru hins vegar bara tveir við vagninn. Sá sem var að bíða eftir að afgreiðslumaðurinn lauk við að setja á pylsu sem hann hafði pantað var einskis var fyrr en sá sem var næstur í röðinni hrópar á hann og afgreiðslumanninn að vara sig því kraninn væri að hrynja og náðu viðskiptavinirnir að koma sér undan en afgreiðslumaðurinn Skúli Þórðarson var hins vegar inni í pylsuvagninum sem slapp ótrúlega vel.
Tengdar fréttir Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu "Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“ 29. september 2016 12:12 Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53 Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans sem féll á hús í byggingu við Hafnarstræti þannigað lyfta mætti þyngra hlassi en mögulegt var. Lögregla rannsakar málið. 29. september 2016 19:14 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu "Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“ 29. september 2016 12:12
Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53
Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans sem féll á hús í byggingu við Hafnarstræti þannigað lyfta mætti þyngra hlassi en mögulegt var. Lögregla rannsakar málið. 29. september 2016 19:14