Segir ummæli forstjóra Vinnueftirlitsins um kranaslysið afar sérstök Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2016 11:25 Kraninn umræddi sem undirverktaki Þarfaþings var með á leigu. Vísir/GVA „Mér finnst sérstakt ef menn eru komnir með niðurstöðu í máli nokkrum klukkustundum eftir að það gerðist,“ segir Eggert Jónsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þarfaþings, um ummæli Eyjólfs Sæmundssonar, forstjóra Vinnueftirlitsins, um atvikið í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar byggingarkrani hrundi á nýbyggingu við Bæjarins bestu.Eyjólfur sagði í samtali við Vísi í gær grunur leiki á að átt hafi verið við öryggisbúnað byggingarkranans þannig að hann myndi ekki slá út þegar byrðin væri orðin of þung. Það er undirverktaki á vegum Þarfaþings sem var með þennan umrædda krana á leigu en Eggert hjá Þarfaþingi segir þessi ummæli forstjóra Vinnueftirlitsins sérstök. „Mér þykir réttast að lofa rannsóknaraðilum að klára málið, gera skýrslu, áður en þeir fara að tjá sig um niðurstöðu málsins,“ segir Eggert en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu.Kraninn í Hafnarstrætinu um klukkan korter í tólf í morgun.Vísir/BSSagði þekkt að menn reyni að svindla á öryggisbúnaðinum Eyjólfur sagði við Vísi í gær að öryggisbúnaðurinn virki þannig að hann eigi að slá út þegar verið er að lyfta of þungu hlassi og þannig koma í veg fyrir að hægt sé að lyfta hlassinu. „Það er þekkt að menn séu að reyna að svindla á þessu og lyfta meiru en kraninn lyftir. Í þessu tilviki leikur grunur á um að slíkt hafi átt sér stað og lögreglan er að rannsaka það,“ sagði Eyjólfur sem segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum.Ótrúlegt að enginn hafi slasast Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í gær að það væri með ólíkindum að enginn hafi slasast. Kraninn féll yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu þar sem vanalega er talsvert að fólki að bíða í röð eftir pylsunum frægu. Í gær voru hins vegar bara tveir við vagninn. Sá sem var að bíða eftir að afgreiðslumaðurinn lauk við að setja á pylsu sem hann hafði pantað var einskis var fyrr en sá sem var næstur í röðinni hrópar á hann og afgreiðslumanninn að vara sig því kraninn væri að hrynja og náðu viðskiptavinirnir að koma sér undan en afgreiðslumaðurinn Skúli Þórðarson var hins vegar inni í pylsuvagninum sem slapp ótrúlega vel. Tengdar fréttir Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu "Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“ 29. september 2016 12:12 Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53 Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans sem féll á hús í byggingu við Hafnarstræti þannigað lyfta mætti þyngra hlassi en mögulegt var. Lögregla rannsakar málið. 29. september 2016 19:14 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Mér finnst sérstakt ef menn eru komnir með niðurstöðu í máli nokkrum klukkustundum eftir að það gerðist,“ segir Eggert Jónsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þarfaþings, um ummæli Eyjólfs Sæmundssonar, forstjóra Vinnueftirlitsins, um atvikið í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar byggingarkrani hrundi á nýbyggingu við Bæjarins bestu.Eyjólfur sagði í samtali við Vísi í gær grunur leiki á að átt hafi verið við öryggisbúnað byggingarkranans þannig að hann myndi ekki slá út þegar byrðin væri orðin of þung. Það er undirverktaki á vegum Þarfaþings sem var með þennan umrædda krana á leigu en Eggert hjá Þarfaþingi segir þessi ummæli forstjóra Vinnueftirlitsins sérstök. „Mér þykir réttast að lofa rannsóknaraðilum að klára málið, gera skýrslu, áður en þeir fara að tjá sig um niðurstöðu málsins,“ segir Eggert en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu.Kraninn í Hafnarstrætinu um klukkan korter í tólf í morgun.Vísir/BSSagði þekkt að menn reyni að svindla á öryggisbúnaðinum Eyjólfur sagði við Vísi í gær að öryggisbúnaðurinn virki þannig að hann eigi að slá út þegar verið er að lyfta of þungu hlassi og þannig koma í veg fyrir að hægt sé að lyfta hlassinu. „Það er þekkt að menn séu að reyna að svindla á þessu og lyfta meiru en kraninn lyftir. Í þessu tilviki leikur grunur á um að slíkt hafi átt sér stað og lögreglan er að rannsaka það,“ sagði Eyjólfur sem segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum.Ótrúlegt að enginn hafi slasast Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í gær að það væri með ólíkindum að enginn hafi slasast. Kraninn féll yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu þar sem vanalega er talsvert að fólki að bíða í röð eftir pylsunum frægu. Í gær voru hins vegar bara tveir við vagninn. Sá sem var að bíða eftir að afgreiðslumaðurinn lauk við að setja á pylsu sem hann hafði pantað var einskis var fyrr en sá sem var næstur í röðinni hrópar á hann og afgreiðslumanninn að vara sig því kraninn væri að hrynja og náðu viðskiptavinirnir að koma sér undan en afgreiðslumaðurinn Skúli Þórðarson var hins vegar inni í pylsuvagninum sem slapp ótrúlega vel.
Tengdar fréttir Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu "Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“ 29. september 2016 12:12 Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53 Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans sem féll á hús í byggingu við Hafnarstræti þannigað lyfta mætti þyngra hlassi en mögulegt var. Lögregla rannsakar málið. 29. september 2016 19:14 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu "Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“ 29. september 2016 12:12
Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53
Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans sem féll á hús í byggingu við Hafnarstræti þannigað lyfta mætti þyngra hlassi en mögulegt var. Lögregla rannsakar málið. 29. september 2016 19:14