Innlent

Met í sölu Mercedes-Benz á Íslandi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandssins, segir lúxusbílasölu vera að aukast jafnt og þétt.
Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandssins, segir lúxusbílasölu vera að aukast jafnt og þétt.
Bílaumboðið Askja, þjónustu aðili Mercedes-Benz á Íslandi, hefur selt 330 Mercedes-Benz bíla það sem af er ári. Mercedes-Benz hefur verið söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi undanfarin ár og segir

Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandssins, segir lúxusbílasölu vera að aukast jafnt og þétt.  

„Á þessu ári þá höfum við selt 330 Mercedes-Benz bifreiðar sem er mesta sala frá upphafi. Samt eigum við þrjá mánuði eftir af árinu. Það má kannski segja að hagstæð verð, styrking á krónunni og hagkvæmari vörugjöld fyrir þá bíla sem menga minna og eyða minna séu þeir þættir sem hafi áhrif á það að ákveðin vörumerki eru að stækka og önnur að minnka,“ segir Jón Trausti og bætir við að líklega verði árið 2016 söluhæsta árið í sölu fólksbifreiða almennt. Nú þegar hafa 16.000 bílar verið seldir.

„Á fyrstu níu mánuðum ársins er búið að skrá  um 16.000 fólksbifreiðar sem er mesta sala síðan árið 2007. Það sem er kannski breytt við markaðinn á þessu ári síðan fyrir áratug er að bílaleigumarkaðurinn er svo stór núna. Í dag eru bílaleigubílar um helmingur af markaðnum og við teljum að ennþá eigi einstaklingar og fyrirtæki eftir að endurnýja bílaflotann sinn. Við sjáum það gerast á komandi mánuðum og árum. Floti Íslendinga er gamall og við búumst því við talsverðri endurnýjun á næstu mánuðum og árum jafnt og þétt,“ segir Jón Trausti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×