Enski boltinn

Giggs segir Swansea ekki deila metnaði sínum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ryan Giggs
Ryan Giggs vísir/getty
Ryan Giggs var sterklega orðaður við starf knattspyrnustjóra Swansea þegar Francesco Guidolin var rekinn frá félaginu.

Giggs segir að litlu hafi munað að hann hefði tekið við starfinu áður en Bob Bradley var ráðinn.

„Ég hef notið tímans míns frá fótboltanum með ferðalögum og störfum í fjölmiðlum en svo fékk ég símtal frá Swansea,“ sagði Giggs við ITV Sport í Bretlandi.

„Ég hitti forráðamenn Swansea nokkrum sinnum. En þegar uppi var staðið fékk ég ólík skilaboð frá fótboltahlutanum annars vegar og eigendunum hins vegar og mér fannst metnaður félagsins ekki vera eins mikill og minn. Þess vegna gekk þetta ekki upp,“ sagði Giggs.

Gylfi Þór Sigurðsson leikur með Swansea sem hefur aðeins náð í fjögur stig í sjö fyrstu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×