Enski boltinn

Bandaríkjamenn vilja fá Schweinsteiger

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Schweinsteiger í leik með Man. Utd.
Schweinsteiger í leik með Man. Utd. vísir/getty
„MLS-deildin myndi taka á móti Bastian Schweinsteiger með opinn faðminn,“ segir Don Garber, yfirmaður MLS-deildarinnar bandarísku.

Þýska goðsögnin er í frystikistunni hjá Man. Utd og ekki útlit fyrir að hann spili aðra mínútu fyrir enska félagið sem hann er enn samningsbundinn.

Yfirmenn FC Dallas hafa þegar lýst yfir áhuga á að semja við Schweini og fleiri lið eru örugglega á sömu skoðun.

„Hann er frábær. Ég hef verið aðdáandi hans lengi. Það er engin tilviljun. Hann er sigurvegari,“ sagði Dan Hunt, forseti Dallas.

Nú er spurning hvort Schweinsteiger nái að komast til Bandaríkjanna næst er félagaskiptaglugginn opnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×