Dómarinn telur drengnum engin hætta búin í Noregi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. október 2016 13:30 Í dómi þar sem Elvu Christinu er gert að senda son sinn fimm ára til Noregs er ekki litið til vilja drengsins. vísir/anton brink Héraðsdómur Reykjavíkur tók ekki til greina skýrslu sálfræðings sem lögð var fram í máli Elvu Christinu, móður fimm ára drengs sem senda á til Noregs samkvæmt nýföllnum dómi. Dómari í málinu leitaði sjálfur aðstoðar sérfræðings sem kannaði viðhorf barnsins til þess hvar það vildi sjálft vera. Samkvæmt dómi sem féll í Noregi vegna málsins ber Elvu að afhenda norskum yfirvöldum son sinn og fær hún ekki að hitta hann í fjórtán ár, nema tvisvar á ári undir eftirliti. Í niðurstöðu dómsins segir að skýrsla sálfræðingsins, sem Elva Christina lagði fram, hafi verið einhliða lögð fram af henni sjálfri og án allrar aðkomu barnaverndaryfirvalda í Noregi. Sálfræðingurinn mat það sem svo að drengurinn vildi búa hjá fjölskyldu sinni á Íslandi.Drengurinn sagðist vilja vera hjá fjölskyldu sinni Sérfræðingur í klínískri barnasálfræði, sem dómurinn leitaði til, mat það sem svo að drengurinn hefði ekki náð þeim þroska að hann hefði yfirsýn yfir né skildi stöðu sína að því marki að geta tekið afstöðu til þess hvort hann vildi vera á Íslandi eða vandalausum í Noregi. Í skýrslu sérfræðingsins kemur hins vegar fram að drengurinn vilji vera hjá ömmu sinni og mömmu, auk tveggja annarra ættingja.Sjá einnig:„Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ „Að mati dómsins hefur ekkert komið fram í málinu sem hnekkir þessu mati sálfræðingsins á vægi skoðana drengsins, sem eru í samræmi við það sem almennt má vænta af fimm ára barni í þessari stöðu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Forsaga málsins er sú, líkt og Vísir hefur greint frá, að Elva Christina var búsett í Noregi með syni sínum frá árinu 2013. Félagsmálayfirvöld í Noregi höfðu afskipti af Elvu í lok árs 2013 og var hún svipt rétti til umönnunar barnsins í maí síðastliðnum. Elva Christina hefur glímt við áfengisvanda, sem hún segist nú hafa tekist á við. Eftir uppkvaðningu úrskurðarins flúði amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, með hann til Íslands sem að mati héraðsdóms var gert á ólögmætan hátt.Sjá einnig:Ömmunni neitað um sálfræðimatÓljós og ruglingslegur úrskurður Við meðferð málsins bar lögmaður Elvu Christinu því við að úrskurður norskra yfirvalda sé óljós og ruglingslegur og að ekki verði ráðið af lestri hans hvert raunverulegt inntak hans sé. Honum hafi verið snarað yfir á íslensku í miklum flýti og að þýðingin hafi líklega ekki verið gerð af löggiltum skjalaþýðanda. Hann geti því vart talist réttmætur í máli sem varði svo mikilvæga hagsmuni. Þessu var dómurinn þó ekki sammála. Hann sagði jafnframt að drengnum líði vel á Íslandi, sé náinn fjölskyldu sinni og alinn upp meðal Íslendinga við íslenskt móðurmál og menningu. Veruleg hætta sé á því að afhending muni skaða drenginn andlega.Ekkert bendi til að afhendingin muni skaða barnið Dómurinn taldi hins vegar ekkert renna stoðum undir það að alvarleg hætta sé á að afhending muni skaða barnið andlega eða líkamlega eða koma því á annan hátt í óbærilega stöðu, líkt og það er orðað í niðurstöðu dómsins. Jafnframt taldi dómurinn ekki efni til að fallast á kröfu lögmanns Elvu Christinu þess efnis að ef til áfrýjunar komi sé ástæða til að fresta því að drengurinn verði fluttur til Noregs. Tveir þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af málinu, þau Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, en þau eru sammála um það að mannréttindamál sé að ræða. Ragnheiður hefur skorað á flokksystur sína, Ólöfu Nordal innanríkisráðherra, að grípa inn í atburðarásina. Þá segir Kristján að þetta sé nútíma barnarán af norskum yfirvöldum. „Þetta má aldrei gerast. Virðulegi forseti, ég hef oft komið í þennan ræðustól á sautján ára þingferli mínum. Ég hef hins vegar aldrei áður fengið sting í hjartað við það að ræða mál og ég fer sorgmæddur úr þessum ræðustól,“ sagði Kristján Möller á Alþingi. Norska barnaverndin hefur verið gagnrýnd harðlega, en í þætti Dateline var skyggnst bak við tjöldin þar sem fylgst var með aðferðum hennar með notkun falinna myndavéla, líkt og sjá má hér. Tengdar fréttir Útilokar ekki að íslensk barnaverndaryfirvöld hlutist til um mál sonar Elvu Christinu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. 5. október 2016 19:29 Þingmaður segir það mannvonsku og martröð að senda fimm ára dreng til Noregs Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Kristján Möller mótmæla því að fimm ára drengur sé sendur til barnaverndaryfirvalda í Noregi. 6. október 2016 12:54 Ragnheiður vill að Ólöf hlutist til um málefni drengsins sem senda á til Noregs "Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ segir Ragnheiður Ríhkharðsdóttir. 5. október 2016 14:03 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur tók ekki til greina skýrslu sálfræðings sem lögð var fram í máli Elvu Christinu, móður fimm ára drengs sem senda á til Noregs samkvæmt nýföllnum dómi. Dómari í málinu leitaði sjálfur aðstoðar sérfræðings sem kannaði viðhorf barnsins til þess hvar það vildi sjálft vera. Samkvæmt dómi sem féll í Noregi vegna málsins ber Elvu að afhenda norskum yfirvöldum son sinn og fær hún ekki að hitta hann í fjórtán ár, nema tvisvar á ári undir eftirliti. Í niðurstöðu dómsins segir að skýrsla sálfræðingsins, sem Elva Christina lagði fram, hafi verið einhliða lögð fram af henni sjálfri og án allrar aðkomu barnaverndaryfirvalda í Noregi. Sálfræðingurinn mat það sem svo að drengurinn vildi búa hjá fjölskyldu sinni á Íslandi.Drengurinn sagðist vilja vera hjá fjölskyldu sinni Sérfræðingur í klínískri barnasálfræði, sem dómurinn leitaði til, mat það sem svo að drengurinn hefði ekki náð þeim þroska að hann hefði yfirsýn yfir né skildi stöðu sína að því marki að geta tekið afstöðu til þess hvort hann vildi vera á Íslandi eða vandalausum í Noregi. Í skýrslu sérfræðingsins kemur hins vegar fram að drengurinn vilji vera hjá ömmu sinni og mömmu, auk tveggja annarra ættingja.Sjá einnig:„Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ „Að mati dómsins hefur ekkert komið fram í málinu sem hnekkir þessu mati sálfræðingsins á vægi skoðana drengsins, sem eru í samræmi við það sem almennt má vænta af fimm ára barni í þessari stöðu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Forsaga málsins er sú, líkt og Vísir hefur greint frá, að Elva Christina var búsett í Noregi með syni sínum frá árinu 2013. Félagsmálayfirvöld í Noregi höfðu afskipti af Elvu í lok árs 2013 og var hún svipt rétti til umönnunar barnsins í maí síðastliðnum. Elva Christina hefur glímt við áfengisvanda, sem hún segist nú hafa tekist á við. Eftir uppkvaðningu úrskurðarins flúði amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, með hann til Íslands sem að mati héraðsdóms var gert á ólögmætan hátt.Sjá einnig:Ömmunni neitað um sálfræðimatÓljós og ruglingslegur úrskurður Við meðferð málsins bar lögmaður Elvu Christinu því við að úrskurður norskra yfirvalda sé óljós og ruglingslegur og að ekki verði ráðið af lestri hans hvert raunverulegt inntak hans sé. Honum hafi verið snarað yfir á íslensku í miklum flýti og að þýðingin hafi líklega ekki verið gerð af löggiltum skjalaþýðanda. Hann geti því vart talist réttmætur í máli sem varði svo mikilvæga hagsmuni. Þessu var dómurinn þó ekki sammála. Hann sagði jafnframt að drengnum líði vel á Íslandi, sé náinn fjölskyldu sinni og alinn upp meðal Íslendinga við íslenskt móðurmál og menningu. Veruleg hætta sé á því að afhending muni skaða drenginn andlega.Ekkert bendi til að afhendingin muni skaða barnið Dómurinn taldi hins vegar ekkert renna stoðum undir það að alvarleg hætta sé á að afhending muni skaða barnið andlega eða líkamlega eða koma því á annan hátt í óbærilega stöðu, líkt og það er orðað í niðurstöðu dómsins. Jafnframt taldi dómurinn ekki efni til að fallast á kröfu lögmanns Elvu Christinu þess efnis að ef til áfrýjunar komi sé ástæða til að fresta því að drengurinn verði fluttur til Noregs. Tveir þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af málinu, þau Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, en þau eru sammála um það að mannréttindamál sé að ræða. Ragnheiður hefur skorað á flokksystur sína, Ólöfu Nordal innanríkisráðherra, að grípa inn í atburðarásina. Þá segir Kristján að þetta sé nútíma barnarán af norskum yfirvöldum. „Þetta má aldrei gerast. Virðulegi forseti, ég hef oft komið í þennan ræðustól á sautján ára þingferli mínum. Ég hef hins vegar aldrei áður fengið sting í hjartað við það að ræða mál og ég fer sorgmæddur úr þessum ræðustól,“ sagði Kristján Möller á Alþingi. Norska barnaverndin hefur verið gagnrýnd harðlega, en í þætti Dateline var skyggnst bak við tjöldin þar sem fylgst var með aðferðum hennar með notkun falinna myndavéla, líkt og sjá má hér.
Tengdar fréttir Útilokar ekki að íslensk barnaverndaryfirvöld hlutist til um mál sonar Elvu Christinu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. 5. október 2016 19:29 Þingmaður segir það mannvonsku og martröð að senda fimm ára dreng til Noregs Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Kristján Möller mótmæla því að fimm ára drengur sé sendur til barnaverndaryfirvalda í Noregi. 6. október 2016 12:54 Ragnheiður vill að Ólöf hlutist til um málefni drengsins sem senda á til Noregs "Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ segir Ragnheiður Ríhkharðsdóttir. 5. október 2016 14:03 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira
Útilokar ekki að íslensk barnaverndaryfirvöld hlutist til um mál sonar Elvu Christinu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. 5. október 2016 19:29
Þingmaður segir það mannvonsku og martröð að senda fimm ára dreng til Noregs Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Kristján Möller mótmæla því að fimm ára drengur sé sendur til barnaverndaryfirvalda í Noregi. 6. október 2016 12:54
Ragnheiður vill að Ólöf hlutist til um málefni drengsins sem senda á til Noregs "Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ segir Ragnheiður Ríhkharðsdóttir. 5. október 2016 14:03