Hert á heimildum til hlerana Þorgeir Helgason skrifar 6. október 2016 07:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við rannsóknarstörf. Hert verður á heimildum lögreglu til þess að hlera. vísir/pjetur Lögreglunni verður gert erfiðara fyrir að stunda símhleranir í rannsóknarskyni samkvæmt nýjum ákvæðum í sakamálalögum sem samþykkt voru á Alþingi í lok september og taka gildi um næstu áramót. Lagabreytingarnar fela í sér að þrengt hefur verið að skilyrðum sem þarf að uppfylla til að fá heimild til símhlerunar. Þannig verður sakborningi skipaður talsmaður sem gætir hagsmuna hans fyrir héraðsdómi og ábyrgð ríkissaksóknara við eftirlit með framkvæmd símhlerana verður meiri en áður var. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður fagnar breytingunum. „Ég tel að þetta sé til mikilla bóta, það liggur fyrir að þetta hefur á köflum verið eins og villta vestrið, þar sem nánast allar kröfur sem komið hafa frá lögreglunni hafa verið samþykktar og stimplaðar af Héraðsdómi eftirlitslaust. Það hefur enginn verið til staðar til að gæta hagsmuna þess sem er hleraður. Þess vegna er augljós réttarbót í þessum lögum og því ber að fagna lagasetningunni,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Hans VilhjálmssonLögregla og dómstólar hafa í gegnum tíðina verið harðlega gagnrýnd fyrir framkvæmd símhlerana. Felst sú gagnrýni helst í því hve gjarnir dómstólar eru á að úrskurða heimildir og hve lítið eftirlit er haft með framkvæmd símhlerunarinnar og eftirmálum hennar. Á árunum 2009 til 2013 veittu héraðsdómstólar á Íslandi lögreglu 726 sinnum heimild til símhlerana en í eingöngu fjögur skipti var kröfu lögreglu hafnað. Dómstólar urðu því við kröfum lögreglu á þessu tímabili í rúmlega 99,5 prósentum tilfella. Símhlerun er íþyngjandi rannsóknarúrræði lögreglunnar og er því mikilvægt að þeim sem hleraðir hafa verið sé tilkynnt um það þegar aðgerð lýkur. Vilhjálmur segist þekkja mörg dæmi þess að lögreglan sinni ekki þessari tilkynningarskyldu. Hann hafi sent fyrirspurn á héraðssaksóknara til þess að fá upplýst hvaða rannsóknaraðgerðum einn umbjóðandi hans hefði sætt. Héraðssaksóknari svaraði því til að umbjóðandi Vilhjálms hefði aðeins verið til rannsóknar í því máli sem til meðferðar var. Vilhjálmur sendi því sömu fyrirspurn til ríkissaksóknara en samkvæmt svari hans hafði umbjóðandi Vilhjálms sætt símhlerun í eldra máli. Það mál var til lykta leitt í Hæstarétti og samkvæmt skráningu lögreglu hafði ekki verið tilkynnt um hlerunina. Sakamálalögum hefur nú verið breytt á þann veg að ríkissaksóknara ber að tryggja að sá sem hefur verið hleraður fái vitneskju um það innan tólf mánaða frá því aðgerð lögreglu lauk. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira
Lögreglunni verður gert erfiðara fyrir að stunda símhleranir í rannsóknarskyni samkvæmt nýjum ákvæðum í sakamálalögum sem samþykkt voru á Alþingi í lok september og taka gildi um næstu áramót. Lagabreytingarnar fela í sér að þrengt hefur verið að skilyrðum sem þarf að uppfylla til að fá heimild til símhlerunar. Þannig verður sakborningi skipaður talsmaður sem gætir hagsmuna hans fyrir héraðsdómi og ábyrgð ríkissaksóknara við eftirlit með framkvæmd símhlerana verður meiri en áður var. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður fagnar breytingunum. „Ég tel að þetta sé til mikilla bóta, það liggur fyrir að þetta hefur á köflum verið eins og villta vestrið, þar sem nánast allar kröfur sem komið hafa frá lögreglunni hafa verið samþykktar og stimplaðar af Héraðsdómi eftirlitslaust. Það hefur enginn verið til staðar til að gæta hagsmuna þess sem er hleraður. Þess vegna er augljós réttarbót í þessum lögum og því ber að fagna lagasetningunni,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Hans VilhjálmssonLögregla og dómstólar hafa í gegnum tíðina verið harðlega gagnrýnd fyrir framkvæmd símhlerana. Felst sú gagnrýni helst í því hve gjarnir dómstólar eru á að úrskurða heimildir og hve lítið eftirlit er haft með framkvæmd símhlerunarinnar og eftirmálum hennar. Á árunum 2009 til 2013 veittu héraðsdómstólar á Íslandi lögreglu 726 sinnum heimild til símhlerana en í eingöngu fjögur skipti var kröfu lögreglu hafnað. Dómstólar urðu því við kröfum lögreglu á þessu tímabili í rúmlega 99,5 prósentum tilfella. Símhlerun er íþyngjandi rannsóknarúrræði lögreglunnar og er því mikilvægt að þeim sem hleraðir hafa verið sé tilkynnt um það þegar aðgerð lýkur. Vilhjálmur segist þekkja mörg dæmi þess að lögreglan sinni ekki þessari tilkynningarskyldu. Hann hafi sent fyrirspurn á héraðssaksóknara til þess að fá upplýst hvaða rannsóknaraðgerðum einn umbjóðandi hans hefði sætt. Héraðssaksóknari svaraði því til að umbjóðandi Vilhjálms hefði aðeins verið til rannsóknar í því máli sem til meðferðar var. Vilhjálmur sendi því sömu fyrirspurn til ríkissaksóknara en samkvæmt svari hans hafði umbjóðandi Vilhjálms sætt símhlerun í eldra máli. Það mál var til lykta leitt í Hæstarétti og samkvæmt skráningu lögreglu hafði ekki verið tilkynnt um hlerunina. Sakamálalögum hefur nú verið breytt á þann veg að ríkissaksóknara ber að tryggja að sá sem hefur verið hleraður fái vitneskju um það innan tólf mánaða frá því aðgerð lögreglu lauk. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira