Uppbrot fjórflokksins blasir við Una Sighvatsdóttir skrifar 5. október 2016 11:52 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir allt opið fyrir stjórnmálaflokkana ennþá þótt stutt sé til kosninga. VÍSIR/HÖRÐUR SVEINSSON Til að tryggja sér sæti á Alþingi þurfa íslenskir stjórnmálaflokkar að ná minnst 5% fylgi í kosningum. Þetta er nokkuð hærri þröskuldur en annars staðar á Norðurlöndum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt er í dag fær Björt framtíð 6,9% fylgi, sem er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með frá því í mars 2015. Viðreisn mælist einnig með 6,9% og fengju báðir flokkarnir því þingsæti, auk Pírata og rótgrónari flokka sem myndað hafa fjórflokkinn svo kallaða.Einstök staða sem við höfum ekki séð áður Eiríkur Bergmann stjórnamálafræðingur segir allmikil tíðindi í þessari könnun. „Ég myndi segja að það væru allmikil tíðindi í þessari könnun, „Annað er jú það hversu mikið flökt er á fylginu. Svona nálægt kosningum þá er þetta óvanalega mikið flökt og það er engu hægt að slá föstu nú þegar,“ segir Eriíkur. „Hinsvegar er að Björt framtíð rís upp og vel yfir þröskuldinn í þessari könnun og þá blasir við sú einstaka staða sem við höfum ekki séð áður, gangi þessi könnun eftir, að á næsta kjörtímabili verði sjö flokkar á Alþingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á flokkakerfinu.“Gömlu lögmálin gilda ekki lengur Slík oddastaða með sjö flokkum gæti leitt til þess að á Alþingi myndist skýrari fylkingar til hægri og vinstri líkt og gerist í norræna flokkakerfinu, að mati Eiríks. Í öllu falli virðist blasa við uppbrot þess kerfis sem Íslendingar hafa lengst af búið við en byrjaði að riða til falls í kjölfar efnahagshrunsins. Eiríkur segir sveiflurnar á fylginu allavega það miklar að gömlu lögmálin gildi greinilega ekki jafnt og þau gerðu í eitt sinn. „Fjórflokkskerfið sem hefur tryggt þessum fjórum flokkum alræðið í íslenskum stjórnmálum, það getur verið að líða undir lok og fleiri flokkar að brjóta sér leið inn í þetta kerfi þannig að um eðlisbreytingu á því geti orðið. Það er vel mögulegt samkvæmt þessum könnunum. En svo ef maður les þessar breytingar í samspili hver við aðra sjáum við að það eru töluvert miklar sveiflur þarna á milli þannig að staðan er ennþá verulega óviss “Óvenjumargir óákveðnir Óvissan felst ekki síst í því að aðeins tæp 57% þeirra sem náðist í tóku afstöðu. Þótt aðeins séu 23 dagar til kosninga virðast því óvenjumargir enn vera óákveðnir, og helgast líklega af því hve kosningarnar ber að með óvenjulegum hætti og á óvenjulegum tíma. „Þannig að það getur vel verið að upp úr kjörkössunum komi önnur mynd en blasir við okkur í dag. Allavega virðist vera opið færi fyrir stjórnmálaflokkana ennþá, þessi markaður er einhvern veginn ekkert að lokast," segir Eiríkur Bergmann. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00 Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Sjá meira
Til að tryggja sér sæti á Alþingi þurfa íslenskir stjórnmálaflokkar að ná minnst 5% fylgi í kosningum. Þetta er nokkuð hærri þröskuldur en annars staðar á Norðurlöndum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt er í dag fær Björt framtíð 6,9% fylgi, sem er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með frá því í mars 2015. Viðreisn mælist einnig með 6,9% og fengju báðir flokkarnir því þingsæti, auk Pírata og rótgrónari flokka sem myndað hafa fjórflokkinn svo kallaða.Einstök staða sem við höfum ekki séð áður Eiríkur Bergmann stjórnamálafræðingur segir allmikil tíðindi í þessari könnun. „Ég myndi segja að það væru allmikil tíðindi í þessari könnun, „Annað er jú það hversu mikið flökt er á fylginu. Svona nálægt kosningum þá er þetta óvanalega mikið flökt og það er engu hægt að slá föstu nú þegar,“ segir Eriíkur. „Hinsvegar er að Björt framtíð rís upp og vel yfir þröskuldinn í þessari könnun og þá blasir við sú einstaka staða sem við höfum ekki séð áður, gangi þessi könnun eftir, að á næsta kjörtímabili verði sjö flokkar á Alþingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á flokkakerfinu.“Gömlu lögmálin gilda ekki lengur Slík oddastaða með sjö flokkum gæti leitt til þess að á Alþingi myndist skýrari fylkingar til hægri og vinstri líkt og gerist í norræna flokkakerfinu, að mati Eiríks. Í öllu falli virðist blasa við uppbrot þess kerfis sem Íslendingar hafa lengst af búið við en byrjaði að riða til falls í kjölfar efnahagshrunsins. Eiríkur segir sveiflurnar á fylginu allavega það miklar að gömlu lögmálin gildi greinilega ekki jafnt og þau gerðu í eitt sinn. „Fjórflokkskerfið sem hefur tryggt þessum fjórum flokkum alræðið í íslenskum stjórnmálum, það getur verið að líða undir lok og fleiri flokkar að brjóta sér leið inn í þetta kerfi þannig að um eðlisbreytingu á því geti orðið. Það er vel mögulegt samkvæmt þessum könnunum. En svo ef maður les þessar breytingar í samspili hver við aðra sjáum við að það eru töluvert miklar sveiflur þarna á milli þannig að staðan er ennþá verulega óviss “Óvenjumargir óákveðnir Óvissan felst ekki síst í því að aðeins tæp 57% þeirra sem náðist í tóku afstöðu. Þótt aðeins séu 23 dagar til kosninga virðast því óvenjumargir enn vera óákveðnir, og helgast líklega af því hve kosningarnar ber að með óvenjulegum hætti og á óvenjulegum tíma. „Þannig að það getur vel verið að upp úr kjörkössunum komi önnur mynd en blasir við okkur í dag. Allavega virðist vera opið færi fyrir stjórnmálaflokkana ennþá, þessi markaður er einhvern veginn ekkert að lokast," segir Eiríkur Bergmann.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00 Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Sjá meira
Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00
Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30