Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. október 2016 06:30 Björt Ólafsdóttir þingmaður leiðir lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður. vísir/stefán „Mér finnst við hafa staðið föst á okkar í mörgum málum, fundið okkar tón og verið óhrædd við að halda í hann,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, þegar bornar eru undir hana niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Björt framtíð mælist með 6,9 prósenta fylgi í könnuninni. Yrðu það niðurstöður kosninga næði flokkurinn kjörnum manni á Alþingi. Hver flokkur þarf 5 prósent til að ná inn manni.Fylgi flokksins núna er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum Fréttablaðsins frá því í mars 2015. Björt segir þingmenn flokksins hafa fengið jákvæð viðbrögð við afstöðu flokksins til búvörusamninga og fleiri mála. „Til dæmis að standa fast á okkar í umhverfisvernd og hvað snertir gerræðisleg vinnubrögð varðandi rammaáætlun og ýmislegt fleira.“ Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn, með 25,9 prósenta fylgi, en það er níu prósentustigum minna fylgi en flokkurinn mældist með í könnun í síðustu viku. Píratar mælast næststærstir með 19,2 prósenta fylgi en fylgi þeirra mældist 19,9 prósent fyrir viku. Vinstri grænir mælast með 12,6 prósenta fylgi en voru með 12,9 prósenta fylgi fyrir viku, Framsóknarflokkurinn er með 11,4 prósenta fylgi en var með 12,6 prósenta fylgi fyrir viku. Munurinn milli vikna er innan skekkjumarka í tilfelli Pírata, VG og Framsóknarflokksins. Samfylkingin mælist með 8,8 prósent í nýju könnuninni en var með 5,9 prósent í könnuninni fyrir viku. Viðreisn mælist með 6,9 prósenta fylgi en var með 7,3 prósent fyrir viku. Þá mælist Alþýðufylkingin með 2,2 prósenta fylgi og Íslenska þjóðfylkingin með 2 prósenta fylgi. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.258 manns dagana 3. og 4. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 63,7 prósent. Alls tóku 58,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 12,7 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, tæp 9 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæp 20 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Í könnuninni sem Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir gerðu fyrir viku tóku 51,5 prósent þeirra sem svöruðu afstöðu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
„Mér finnst við hafa staðið föst á okkar í mörgum málum, fundið okkar tón og verið óhrædd við að halda í hann,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, þegar bornar eru undir hana niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Björt framtíð mælist með 6,9 prósenta fylgi í könnuninni. Yrðu það niðurstöður kosninga næði flokkurinn kjörnum manni á Alþingi. Hver flokkur þarf 5 prósent til að ná inn manni.Fylgi flokksins núna er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum Fréttablaðsins frá því í mars 2015. Björt segir þingmenn flokksins hafa fengið jákvæð viðbrögð við afstöðu flokksins til búvörusamninga og fleiri mála. „Til dæmis að standa fast á okkar í umhverfisvernd og hvað snertir gerræðisleg vinnubrögð varðandi rammaáætlun og ýmislegt fleira.“ Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn, með 25,9 prósenta fylgi, en það er níu prósentustigum minna fylgi en flokkurinn mældist með í könnun í síðustu viku. Píratar mælast næststærstir með 19,2 prósenta fylgi en fylgi þeirra mældist 19,9 prósent fyrir viku. Vinstri grænir mælast með 12,6 prósenta fylgi en voru með 12,9 prósenta fylgi fyrir viku, Framsóknarflokkurinn er með 11,4 prósenta fylgi en var með 12,6 prósenta fylgi fyrir viku. Munurinn milli vikna er innan skekkjumarka í tilfelli Pírata, VG og Framsóknarflokksins. Samfylkingin mælist með 8,8 prósent í nýju könnuninni en var með 5,9 prósent í könnuninni fyrir viku. Viðreisn mælist með 6,9 prósenta fylgi en var með 7,3 prósent fyrir viku. Þá mælist Alþýðufylkingin með 2,2 prósenta fylgi og Íslenska þjóðfylkingin með 2 prósenta fylgi. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.258 manns dagana 3. og 4. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 63,7 prósent. Alls tóku 58,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 12,7 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, tæp 9 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæp 20 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Í könnuninni sem Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir gerðu fyrir viku tóku 51,5 prósent þeirra sem svöruðu afstöðu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00