Enski boltinn

Guardiola búinn að slökkva á nettengingunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guardiola hefur innleitt nýja siði hjá Man City.
Guardiola hefur innleitt nýja siði hjá Man City. vísir/getty
Pep Guardiola hefur gert miklar breytingar hjá Manchester City, jafnt innan vallar sem utan.

Guardiola hefur m.a. slökkt á nettengingunni á æfingasvæðinu. Með því vill hann auka einbeitingu leikmanna og bæta liðsandann. Argentínumaðurinn Pablo Zabaleta greindi nýverið frá þessu í viðtali.

„Hann lætur okkur borða morgun- og hádegisverð saman. Það er slökkt á nettengingunni og við erum ekki í netsambandi. Við getum ekki einu sinni notað 3G,“ sagði Zabaleta sem er hrifinn af þeim nýju siðum sem Guardiola hefur innleitt hjá Man City.

Guardiola hefur m.a. bannað pizzuát eftir leiki. Nú verða leikmennirnir að láta sér nægja að japla á hnetum.

Guardiola hefur einnig bannað leikmönnum sem eru of þungir að æfa með aðalliðinu eins og Samir Nasri fékk að kynnast á undirbúningstímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×