Enski boltinn

Íslendingaliðin halda áfram að skipta um stjóra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar er tæpur fyrir landsleikina gegn Finnum og Tyrkjum.
Aron Einar er tæpur fyrir landsleikina gegn Finnum og Tyrkjum. vísir/getty
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður væntanlega kominn með nýjan knattspyrnustjóra þegar hann snýr aftur til Cardiff City eftir landsleikjahléið.

Cardiff rak í dag Paul Trollope eftir aðeins fimm mánuði í starfi knattspyrnustjóra.

Illa hefur gengið hjá Cardiff á tímabilinu en liðið er í næstneðsta sæti ensku B-deildarinnar með aðeins átta stig. Cardiff hefur aðeins unnið tvo af 11 deildarleikjum sínum í vetur.

Cardiff er annað velska Íslendingaliðið sem lætur stjóra fara í vikunni en í gær skipti Swansea City, sem Gylfi Þór Sigurðsson leikur með, um stjóra. Bandaríkjamaðurinn Bob Bradley tók þá við af Ítalanum Francesco Guidolin.

Reynsluboltinn Neil Warnock þykir einna líklegastur til að taka við Cardiff en hann hefur komið víða við á 36 ára ferli í þjálfun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×