Þessi þykja líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2016 15:15 Aldrei hafa fleiri verið tilnefndir en þegar frestur rann út í febrúar höfðu 376 tilnefningar borist – 228 einstaklingar og 148 stofnanir. Vísir/AFP Norska Nóbelsnefndin mun tilkynna um það hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2016 á föstudaginn. Aldrei hafa fleiri verið tilnefndir en þegar frestur rann út í febrúar höfðu 376 tilnefningar borist – 228 einstaklingar og 148 stofnanir. Dagana og vikurnar fyrir fréttamannafund nefndarinnar er jafnan mikið skrafað um hver muni hreppa hnossið og er árið í ár engin undantekning.Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, takast í hendur.Vísir/AFPFlestir voru á þeirri skoðun að Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, yrðu fyrir valinu að þessu sinni eftir undirritun friðarsamkomulagsins sem ætlað er að binda endi á blóðugar erjur sem hafa staðið í áratugi. Líkurnar hafa þó snarminnkað í kjölfar þess að Kólumbíumenn höfnuðu samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina.Edward Snowden og Kathryn Bolkovac.Vísir/AFPEdward Snowden og Kathryn BolkovacBandaríkjamaðurinn Edward Snowden er einn þeirra sem er tilnefndur. Tölvunarfræðingurinn varð heimsþekktur árið 2013 eftir að hann lak gríðarlegu magni leynilegra gagna bandarískra yfirvalda. Hann flúði síðar til Rússlands, en Bandaríkamenn hafa ákært hann fyrir njósnir og krefjast þess að hann verði framseldur. Hann var fyrst tilnefndur árið 2014. Snowden er tilnefndur ásamt hinni bandarísku Kathryn Bolkovac sem starfaði innan friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og greindi opinberlega frá þátttöku starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í skipulagðri glæpastarfsemi, mansali og ofbeldisverkum.Ernest Moniz og Ali Akbar.Vísir/AFPKjarnorkusamningurinn Margir vilja að samningamennirnir Ernest Moniz og Ali Akbar, sem komu að gerð kjarnorkusamnings vesturveldanna við Íran og tók gildi á síðasta ári, verði verðlaunaðir að þessu sinni. Friðarráð Noregs telur að með hinum sögulega samningi hafi tekist að varpa skýru ljósi á kjarnorkuáætlun Írans. Í skiptum hefur viðskiptaþvingunum Vesturlanda gegn Íran verið aflétt. Þannig hefur samband Írans og Bandaríkjanna stórbatnað eftir að samkomulag náðist, eftir margra ára spennu í samskiptum.Svetlana Gannushkina.Vísir/AFPSvetlana Gannushkina Í frétt Verdens Gang segir að rússneski mannréttindafrömuðurinn Svetlana Gannushkina sé einnig talin líkleg til að hljóta verðlaunin. Hún hefur lengi unnið ötullega að því að tryggja réttindi ýmissa hópa í Rússlandi, meðal annars flóttafólks. Gannushkina hefur margoft áður verið tilnefnd.Japanska stofnunin sem ver níundu greinina Japanska stofnunin sem vinnur að því að standa vörð um níundu grein japönsku stjórnarskrárinnar þykir einnig líkleg að þessu sinni. Þessi níunda grein er einstök á heimsvísu og kveður á um að Japönum sé bannað að heyja stríð. Greinin var sett í japönsku stjórnarskrána í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Á síðustu árum hafa japönsk stjórnvöld tekið lítil skref í þá átt að heimila hernað erlendis, en stofnunin vinnur ötullega gegn slíkum hugmyndum.Aðrir sem eru nefndirÁ meðal annarra sem hafa verið nefndir eru Frans páfi fyrir umbótastarf sitt innan kaþólsku kirkjunnar, og kóngóski læknirinn Denis Mukwege. Þá hefur Parísarsamkomulagið einnig verið nefnt til sögunnar sem og sjálfboðaliðar á átakasvæðunum í Sýrlandi sem jafnan ganga undir nafninu „hvítu hjálmarnir“. Túníski þjóðarsamræðukvartettinn (e. Tunisian National Dialogue Quartet) hlaut Friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir framlag sitt til að koma á lýðræði í Túnis í kjölfar byltingarinnar í landinu 2011. Nóbelsverðlaun Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Norska Nóbelsnefndin mun tilkynna um það hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2016 á föstudaginn. Aldrei hafa fleiri verið tilnefndir en þegar frestur rann út í febrúar höfðu 376 tilnefningar borist – 228 einstaklingar og 148 stofnanir. Dagana og vikurnar fyrir fréttamannafund nefndarinnar er jafnan mikið skrafað um hver muni hreppa hnossið og er árið í ár engin undantekning.Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, takast í hendur.Vísir/AFPFlestir voru á þeirri skoðun að Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, yrðu fyrir valinu að þessu sinni eftir undirritun friðarsamkomulagsins sem ætlað er að binda endi á blóðugar erjur sem hafa staðið í áratugi. Líkurnar hafa þó snarminnkað í kjölfar þess að Kólumbíumenn höfnuðu samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina.Edward Snowden og Kathryn Bolkovac.Vísir/AFPEdward Snowden og Kathryn BolkovacBandaríkjamaðurinn Edward Snowden er einn þeirra sem er tilnefndur. Tölvunarfræðingurinn varð heimsþekktur árið 2013 eftir að hann lak gríðarlegu magni leynilegra gagna bandarískra yfirvalda. Hann flúði síðar til Rússlands, en Bandaríkamenn hafa ákært hann fyrir njósnir og krefjast þess að hann verði framseldur. Hann var fyrst tilnefndur árið 2014. Snowden er tilnefndur ásamt hinni bandarísku Kathryn Bolkovac sem starfaði innan friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og greindi opinberlega frá þátttöku starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í skipulagðri glæpastarfsemi, mansali og ofbeldisverkum.Ernest Moniz og Ali Akbar.Vísir/AFPKjarnorkusamningurinn Margir vilja að samningamennirnir Ernest Moniz og Ali Akbar, sem komu að gerð kjarnorkusamnings vesturveldanna við Íran og tók gildi á síðasta ári, verði verðlaunaðir að þessu sinni. Friðarráð Noregs telur að með hinum sögulega samningi hafi tekist að varpa skýru ljósi á kjarnorkuáætlun Írans. Í skiptum hefur viðskiptaþvingunum Vesturlanda gegn Íran verið aflétt. Þannig hefur samband Írans og Bandaríkjanna stórbatnað eftir að samkomulag náðist, eftir margra ára spennu í samskiptum.Svetlana Gannushkina.Vísir/AFPSvetlana Gannushkina Í frétt Verdens Gang segir að rússneski mannréttindafrömuðurinn Svetlana Gannushkina sé einnig talin líkleg til að hljóta verðlaunin. Hún hefur lengi unnið ötullega að því að tryggja réttindi ýmissa hópa í Rússlandi, meðal annars flóttafólks. Gannushkina hefur margoft áður verið tilnefnd.Japanska stofnunin sem ver níundu greinina Japanska stofnunin sem vinnur að því að standa vörð um níundu grein japönsku stjórnarskrárinnar þykir einnig líkleg að þessu sinni. Þessi níunda grein er einstök á heimsvísu og kveður á um að Japönum sé bannað að heyja stríð. Greinin var sett í japönsku stjórnarskrána í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Á síðustu árum hafa japönsk stjórnvöld tekið lítil skref í þá átt að heimila hernað erlendis, en stofnunin vinnur ötullega gegn slíkum hugmyndum.Aðrir sem eru nefndirÁ meðal annarra sem hafa verið nefndir eru Frans páfi fyrir umbótastarf sitt innan kaþólsku kirkjunnar, og kóngóski læknirinn Denis Mukwege. Þá hefur Parísarsamkomulagið einnig verið nefnt til sögunnar sem og sjálfboðaliðar á átakasvæðunum í Sýrlandi sem jafnan ganga undir nafninu „hvítu hjálmarnir“. Túníski þjóðarsamræðukvartettinn (e. Tunisian National Dialogue Quartet) hlaut Friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir framlag sitt til að koma á lýðræði í Túnis í kjölfar byltingarinnar í landinu 2011.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira