Hringdi þrisvar í Neyðarlínuna: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. október 2016 09:00 Mennirnir þrír ásamt verjendum sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. vísir/gva Karlmaður á þrítugsaldri er sagður hafa í þrígang óskað eftir lögregluaðstoð vegna gruns um alvarlega líkamsárás við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík í júlí 2014. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa ráðist á par, karl og konu á fimmtugs- og sextugsaldri, fyrir utan verslunarmiðstöðina og svipt þau frelsi sínu. „Í samtali við Neyðarlínuna óskarðu eftir aðstoð lögreglu að Grímsbæ. Þú hringir í þrígang og þá segist lögregla vera farin af staðnum og að enginn hafi verið þar. Þá segir þú: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim,“ sagði saksóknari þegar maðurinn bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn sagðist fyrir dómi ekkert muna eftir kvöldinu, enda hafi hann verið í mikilli neyslu á þessum tíma. Þá gat hann ekkert sagt til um atburði kvöldsins, né skýrt símtöl sín við Neyðarlínuna. Saksóknari gerði tilraun til þess að rifja upp kvöldið fyrir manninum með því að lesa upp úr lögregluskýrslum en án árangurs. Sjá einnig: Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Mennirnir þrír sem grunaðir eru um árásina neita allir sök. Tveir þeirra hafa hlotið þunga dóma; Alvar Óskarsson og Jónas Árni Lúðvíksson, fyrir aðild að umfangsmestu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa veist að parinu með því að kýla það í andlit og líkama, hert að hálsi konunnar og þvingað parið upp í bíl. Konunni hafi hins vegar tekist að flýja út um glugga bílsins á meðan manninum var ekið í Garðabæ þar sem mennirnir eiga að hafa svipt hann frelsi sínu og ráðist á hann. Konan í málinu sagði í vitnaleiðslum að ekkert að ofangreindu hefði átt sér stað. Sjálf hafi hún verið í mikilli fíkniefnaneyslu á þessum tíma og að hún hafi verið reið, pirruð og vímuð þegar hún hafi borið mennina þessum sökum. Gagnrýndu ríkissaksóknara Mennirnir þrír sögðu málið hafa haft slæmar og erfiðar afleiðingar í för með sér. Jónas og Alvar voru báðir á reynslulausn en þeim var gert að afplána eftirstöðvar dómsins eftir handtökuna í júlí, eða alls 20 mánuði. „Þetta setti allt úr skorðum og örugglega hjá öllum sem komu að þessu máli. Ég er með börn og var með barn á leiðinni. Maður hefur tapað miklu. Maður var bara tekinn úr umferð,“ sagði Alvar Óskarsson, aðspurður hvaða áhrif málið hefði haft á líf hans. „Í dag er ég að reyna að bæta upp það sem hefur tapast, koma mér aftur á flot. Ég er að vinna með félögum mínum í dag að því að byggja upp fyrirtæki,“ sagði hann jafnframt. Jónas Árni tók í svipaðan streng en báðir gagnrýndu þeir hve lengi mál þeirra hefur verið í vinnslu hjá ríkissaksóknara. „Ég átti lítið eftir af reynslulausninni. Var kominn með góða vinnu sem fór út um þúfur þegar ég þurfti að sitja í 20 mánuði bæði á Litla-Hrauni og Sogni. Þetta hafði mjög slæm áhrif. Ég reyndi ítrekað að fá málinu flýtt, með engum árangri. Ég þurfti að klára dóminn minn, þennan gamla dóm sem ég var með á bakinu, mér var synjað um dagleyfi og opið úrræði alveg þar til í blálokin vegna þess að þetta mál var í kerfinu.“ Þriðji maðurinn sagðist hafa farið í meðferð árið 2014 og að hann bindi vonir við að komast fljótt á bataveg. Tengdar fréttir Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02 Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45 Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri er sagður hafa í þrígang óskað eftir lögregluaðstoð vegna gruns um alvarlega líkamsárás við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík í júlí 2014. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa ráðist á par, karl og konu á fimmtugs- og sextugsaldri, fyrir utan verslunarmiðstöðina og svipt þau frelsi sínu. „Í samtali við Neyðarlínuna óskarðu eftir aðstoð lögreglu að Grímsbæ. Þú hringir í þrígang og þá segist lögregla vera farin af staðnum og að enginn hafi verið þar. Þá segir þú: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim,“ sagði saksóknari þegar maðurinn bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn sagðist fyrir dómi ekkert muna eftir kvöldinu, enda hafi hann verið í mikilli neyslu á þessum tíma. Þá gat hann ekkert sagt til um atburði kvöldsins, né skýrt símtöl sín við Neyðarlínuna. Saksóknari gerði tilraun til þess að rifja upp kvöldið fyrir manninum með því að lesa upp úr lögregluskýrslum en án árangurs. Sjá einnig: Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Mennirnir þrír sem grunaðir eru um árásina neita allir sök. Tveir þeirra hafa hlotið þunga dóma; Alvar Óskarsson og Jónas Árni Lúðvíksson, fyrir aðild að umfangsmestu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa veist að parinu með því að kýla það í andlit og líkama, hert að hálsi konunnar og þvingað parið upp í bíl. Konunni hafi hins vegar tekist að flýja út um glugga bílsins á meðan manninum var ekið í Garðabæ þar sem mennirnir eiga að hafa svipt hann frelsi sínu og ráðist á hann. Konan í málinu sagði í vitnaleiðslum að ekkert að ofangreindu hefði átt sér stað. Sjálf hafi hún verið í mikilli fíkniefnaneyslu á þessum tíma og að hún hafi verið reið, pirruð og vímuð þegar hún hafi borið mennina þessum sökum. Gagnrýndu ríkissaksóknara Mennirnir þrír sögðu málið hafa haft slæmar og erfiðar afleiðingar í för með sér. Jónas og Alvar voru báðir á reynslulausn en þeim var gert að afplána eftirstöðvar dómsins eftir handtökuna í júlí, eða alls 20 mánuði. „Þetta setti allt úr skorðum og örugglega hjá öllum sem komu að þessu máli. Ég er með börn og var með barn á leiðinni. Maður hefur tapað miklu. Maður var bara tekinn úr umferð,“ sagði Alvar Óskarsson, aðspurður hvaða áhrif málið hefði haft á líf hans. „Í dag er ég að reyna að bæta upp það sem hefur tapast, koma mér aftur á flot. Ég er að vinna með félögum mínum í dag að því að byggja upp fyrirtæki,“ sagði hann jafnframt. Jónas Árni tók í svipaðan streng en báðir gagnrýndu þeir hve lengi mál þeirra hefur verið í vinnslu hjá ríkissaksóknara. „Ég átti lítið eftir af reynslulausninni. Var kominn með góða vinnu sem fór út um þúfur þegar ég þurfti að sitja í 20 mánuði bæði á Litla-Hrauni og Sogni. Þetta hafði mjög slæm áhrif. Ég reyndi ítrekað að fá málinu flýtt, með engum árangri. Ég þurfti að klára dóminn minn, þennan gamla dóm sem ég var með á bakinu, mér var synjað um dagleyfi og opið úrræði alveg þar til í blálokin vegna þess að þetta mál var í kerfinu.“ Þriðji maðurinn sagðist hafa farið í meðferð árið 2014 og að hann bindi vonir við að komast fljótt á bataveg.
Tengdar fréttir Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02 Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45 Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02
Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45
Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00