Hreiðar Már og Guðný neita sök í nýju Kaupþingsmáli Þorgeir Helgason skrifar 4. október 2016 07:00 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Vísir/GVA Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, neituðu bæði sök þegar mál héraðssaksóknara gegn þeim var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hreiðar og Guðný eru ákærð fyrir umboðs- og innherjasvik. Í ákærunni kemur fram að Hreiðar hafi, í krafti stöðu sinnar innan bankans, látið Kaupþing veita einkahlutafélagi sínu, Hreiðari Má Sigurðssyni ehf., tæplega 575 milljóna króna eingreiðslulán án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar eða fullnægjandi trygging. Þann 6. ágúst 2008 nýtti Hreiðar kauprétt sinn og keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir 246 milljónir króna. Seinna sama dag seldi hann einkahlutafélagi sínu sömu bréf fyrir 572 milljónir króna, sem hann fjármagnaði með láninu. Hreiðar færði mismuninn, 324 milljónir, tveimur vikum seinna inn á eigin bankareikning. Félag Hreiðars var tekið til gjaldþrotaskipta 13. apríl 2011. Upp í kröfu bankans vegna lánsins fengust um það bil 1,5 milljónir króna. Hreiðari er gefið að sök í ákærunni að hafa á þessum tíma búið yfir innherjaupplýsingum um að skráð markaðsverð hlutabréfa í Kaupþingi hafi gefið ranga mynd af verðmæti þeirra vegna stórfelldrar markaðsmisnotkunar með hlutabréf í bankanum frá nóvember árið 2007 sem Hreiðar tók sjálfur þátt í. Guðný Arna er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars. Hún er sökuð um að hafa veitt liðsinni í verki við að koma þeim fram, einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn um uppgjör og frágang vegna verðbréfaviðskipta og fyrir lánveitingar til félags Hreiðars. Hún hafi vitað eða ekki getað dulist að tryggingar fyrir lánveitingu væru ófullnægjandi og að lánveitingin til einkahlutafélagsins væri óheimil og til þess fallin að valda bankanum verulegri fjártjónshættu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hreiðar Már á að hafa stefnt fé Kaupþings í hættu þegar einkahlutafélagið hans fékk kúlulán upp á hálfan milljarð Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé banakns í verulega hættu í ákæru héraðssaksóknara vegna umboðs-og innherjasvika. 27. september 2016 14:21 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, neituðu bæði sök þegar mál héraðssaksóknara gegn þeim var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hreiðar og Guðný eru ákærð fyrir umboðs- og innherjasvik. Í ákærunni kemur fram að Hreiðar hafi, í krafti stöðu sinnar innan bankans, látið Kaupþing veita einkahlutafélagi sínu, Hreiðari Má Sigurðssyni ehf., tæplega 575 milljóna króna eingreiðslulán án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar eða fullnægjandi trygging. Þann 6. ágúst 2008 nýtti Hreiðar kauprétt sinn og keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir 246 milljónir króna. Seinna sama dag seldi hann einkahlutafélagi sínu sömu bréf fyrir 572 milljónir króna, sem hann fjármagnaði með láninu. Hreiðar færði mismuninn, 324 milljónir, tveimur vikum seinna inn á eigin bankareikning. Félag Hreiðars var tekið til gjaldþrotaskipta 13. apríl 2011. Upp í kröfu bankans vegna lánsins fengust um það bil 1,5 milljónir króna. Hreiðari er gefið að sök í ákærunni að hafa á þessum tíma búið yfir innherjaupplýsingum um að skráð markaðsverð hlutabréfa í Kaupþingi hafi gefið ranga mynd af verðmæti þeirra vegna stórfelldrar markaðsmisnotkunar með hlutabréf í bankanum frá nóvember árið 2007 sem Hreiðar tók sjálfur þátt í. Guðný Arna er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars. Hún er sökuð um að hafa veitt liðsinni í verki við að koma þeim fram, einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn um uppgjör og frágang vegna verðbréfaviðskipta og fyrir lánveitingar til félags Hreiðars. Hún hafi vitað eða ekki getað dulist að tryggingar fyrir lánveitingu væru ófullnægjandi og að lánveitingin til einkahlutafélagsins væri óheimil og til þess fallin að valda bankanum verulegri fjártjónshættu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hreiðar Már á að hafa stefnt fé Kaupþings í hættu þegar einkahlutafélagið hans fékk kúlulán upp á hálfan milljarð Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé banakns í verulega hættu í ákæru héraðssaksóknara vegna umboðs-og innherjasvika. 27. september 2016 14:21 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hreiðar Már á að hafa stefnt fé Kaupþings í hættu þegar einkahlutafélagið hans fékk kúlulán upp á hálfan milljarð Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé banakns í verulega hættu í ákæru héraðssaksóknara vegna umboðs-og innherjasvika. 27. september 2016 14:21