Friðarviðræðum Bandaríkjanna og Rússa slitið Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2016 18:08 Vísir/AFP Bandaríkin hafa slitið viðræðum sínum við Rússa um að endurvekja vopnahlé í Sýrlandi. Fyrr í dag höfðu Rússar slitið samstarfi ríkjanna varðandi eyðingu plútóníums. Samband ríkjanna hefur kólnað til muna á undanförnum mánuðum. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótaði því í síðustu viku að slíta viðræðunum ef ekki yrði dregið úr loftárásum á austurhluta Aleppo, sem uppreisnarmenn halda. Bandaríkin segja að viðræðunum hafi verið slitið þar sem Rússar hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar um að sjá til þess að hjálparstarfsmenn kæmu neyðarbirgðum til þeirra 250 þúsund manna sem halda til í borginni. Rússar hafa verið sakaðir um að fremja mögulega stríðsglæpi í Aleppo, af Sameinuðu þjóðunum og mannréttindasamtökum. Fyrr í dag bárust fregnir af því að stærsta sjúkrahús borgarinnar hefði verið eyðilagt í loftárás. Þrír starfsmenn sjúkrahússins létust í loftárásunum en sjúkrahúsið var rekið af samtökunum Syrian American Society.Segja Bandaríkin ógna jafnvægi Rússar tilkynntu í dag að þeir hafi slitið samstarfi þeirra við Bandaríkin varðandi eyðingu plútóníums. Samningurinn var samþykktur árið 2000 og endurnýjaður árið 2010 og samkvæmt honum átti hvort ríkið að eyða 34 tonnum af plútóníumi. Hægt væri að gera um 17 þúsund kjarnorkusprengjur úr því magni.Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði bandaríkin ógna jafnvægi heimsins með óvinsamlegum aðgerðum sínum gagnvart Rússlandi. Hann hefur lagt fram frumvarp þar sem skilyrði eru sett fyrir því að samkomulagið verði samþykkt aftur. Þau skilyrði fela í sér að Bandaríkin dragi úr veru hermanna og herafla í þeim ríkjum NATO sem gengu til liðs við bandalagið eftir 1. september árið 2000 og að allar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi verði afnumdar og Rússar fái greiddar bætur vegna þeirra. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt Rússa þvingunum vegna innlimunar Krímskaga og aðgerða þeirra í austurhluta Úkraínu. Mið-Austurlönd Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Bandaríkin hafa slitið viðræðum sínum við Rússa um að endurvekja vopnahlé í Sýrlandi. Fyrr í dag höfðu Rússar slitið samstarfi ríkjanna varðandi eyðingu plútóníums. Samband ríkjanna hefur kólnað til muna á undanförnum mánuðum. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótaði því í síðustu viku að slíta viðræðunum ef ekki yrði dregið úr loftárásum á austurhluta Aleppo, sem uppreisnarmenn halda. Bandaríkin segja að viðræðunum hafi verið slitið þar sem Rússar hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar um að sjá til þess að hjálparstarfsmenn kæmu neyðarbirgðum til þeirra 250 þúsund manna sem halda til í borginni. Rússar hafa verið sakaðir um að fremja mögulega stríðsglæpi í Aleppo, af Sameinuðu þjóðunum og mannréttindasamtökum. Fyrr í dag bárust fregnir af því að stærsta sjúkrahús borgarinnar hefði verið eyðilagt í loftárás. Þrír starfsmenn sjúkrahússins létust í loftárásunum en sjúkrahúsið var rekið af samtökunum Syrian American Society.Segja Bandaríkin ógna jafnvægi Rússar tilkynntu í dag að þeir hafi slitið samstarfi þeirra við Bandaríkin varðandi eyðingu plútóníums. Samningurinn var samþykktur árið 2000 og endurnýjaður árið 2010 og samkvæmt honum átti hvort ríkið að eyða 34 tonnum af plútóníumi. Hægt væri að gera um 17 þúsund kjarnorkusprengjur úr því magni.Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði bandaríkin ógna jafnvægi heimsins með óvinsamlegum aðgerðum sínum gagnvart Rússlandi. Hann hefur lagt fram frumvarp þar sem skilyrði eru sett fyrir því að samkomulagið verði samþykkt aftur. Þau skilyrði fela í sér að Bandaríkin dragi úr veru hermanna og herafla í þeim ríkjum NATO sem gengu til liðs við bandalagið eftir 1. september árið 2000 og að allar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi verði afnumdar og Rússar fái greiddar bætur vegna þeirra. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt Rússa þvingunum vegna innlimunar Krímskaga og aðgerða þeirra í austurhluta Úkraínu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira