Kim Kardashian rænd: Hvað gerðist í París? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2016 16:46 Margt er á huldu varðandi ránið. Vísir/Getty Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Ljóst er að ræningjarnir komust í burtu með skargripi sem metnir eru á hundruð milljóna og er þeirra leitað. Margt er á huldu varðandi ránið en hér er farið yfir það sem er vitað.Hvar átti ránið sér stað?Ránið fór fram í morgun í veglegri íbúð sem Kardashian og föruneyti hennar hafði leigt fyrir dvölina vegna tískuvikunnar í París. Íbúðin er í áttunda hverfi Parísar. Í húsinu eru níu íbúðir sem hægt er að leigja. Eru þær afar vel búnar og vinsælar í heimi fræga fólksins enda auðvelt að forðast ágenga ljósmyndara sé hafist við í íbúðinni. Kanye West, eiginmaður Kim Kardashian hefur meðal annars gist í húsinu sem um ræðir en staðsetningu þess í París má sjá hér að neðan.Hvernig tókst ræningjunum að komast inn?Franska innanríkisráðuneytið segir að ræningjarnir, fimm talsins, hafi dulbúið sig sem lögreglumenn. Þannig hafi þeir komist inn anddyri byggingarinnar þar sem þeir hótuðu húsverðinum og neyddu hann til að opna íbúð Kardashian.Kim var á fullu í tískuvikunni í París á dögunum.Vísir/GettyÞaðan komust tveir af ræningjunum inn í herbergi til Kardashian þar sem þeir eru sagðir hafa handjárnað Kim, límt fyrir munn hennar og komið henni fyrir í baðkari. Hún hafi því næst beðið ræningjana að þyrma lífi sínu og borið því fyrir sig að hún ætti tvö lítil börn. Voru mennirnir vopnaðir byssum en engum skotum var hleypt af. Hvað tóku þeir? Ljóst er að mennirnir stálu miklum verðmætum í íbúðinni þó óljóst sé nákvæmlega hverju var stolið. Þó sé ljóst að skartgripabox með verðmætum skartgripum var tekið ásamt hring. Saksóknarar í París segja að virði þýfisins sé allt að tíu milljónir evra, um 1,2 milljarður íslenskra króna.Sjá einnig: Kim bundin, kefluð og hent í baðkar: Bað ræningjana að þyrma lífi sínu Ekki er vitað hvort að skartgripirnir voru í eigu Kim eða hvort þeir voru í láni en Kim hefur undanfarna daga tekið þátt í tískuvikunni í París og vakið mikla athygli hvert sem hún hefur farið. Sjálf á hún mjög verðmæta skartgrpi, þar með talið trúlofunarhringinn sem Kanye West gaf henni auk annars hring sem Kim hefur verið duglega að sýna á samfélagsmiðlum. Óljóst er hvort að annar þessara hringa sé sá sem tekinn var í morgun. Svo virðist sem að ræningjarnir hafi komist á burtu á hjólum og er þeirra leitað af lögreglu. A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 29, 2016 at 12:40pm PDT En hvar voru öryggisverðir hennar? Athygli vakti í síðustu viku þegar öryggisverðir Kim voru fljótir að snúa niður Úkraínumanninn Vitalii Seduik þegar hann laumaði sér að Kim Kardashian og kyssti afturenda hennar. Svo virðist þó sem að öryggisverðir hennar hafi verið víðsfjarri í morgun. Yfirvöld í París hafa þó ekki gefið upplýsingar um staðsetningu öryggisvarða hennar en fréttamaður CNN í París segir ljóst að ránið hafi verið þaulskipulagt og framkvæmt af reynslumiklum mönnum sem hafi haft upplýsingar um vettvanginn.En hvernig líður Kim?Þessu er erfitt að svara en Kim yfirgaf Frakkland fyrr í dag. Talsmaður hennar sagði hún sé í miklu áfalli en ómeidd. Eftir ránið kom móðir hennar, Kris Jenner ásamt systrum Kim, Kendall Jenner og Kourtney Kardashian sem hugguðu Kim. Lögregla rannsakar málið. Tengdar fréttir Kim bundin, kefluð og hent í baðkar: Bað ræningjana að þyrma lífi sínu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 14:10 James Corden stendur vörð um Kim Kardashian: „Verið góð eða haldið kjafti“ Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 13:30 Sjáðu þegar Kanye West strunsaði af sviðinu þegar hann frétti af ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 10:30 Kim Kardashian rænd af vopnuðum mönnum í París Tveir menn eru sagðir hafa dregið upp byssur og látið greipar sópa um hótelherbergi hennar. 3. október 2016 07:38 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Ljóst er að ræningjarnir komust í burtu með skargripi sem metnir eru á hundruð milljóna og er þeirra leitað. Margt er á huldu varðandi ránið en hér er farið yfir það sem er vitað.Hvar átti ránið sér stað?Ránið fór fram í morgun í veglegri íbúð sem Kardashian og föruneyti hennar hafði leigt fyrir dvölina vegna tískuvikunnar í París. Íbúðin er í áttunda hverfi Parísar. Í húsinu eru níu íbúðir sem hægt er að leigja. Eru þær afar vel búnar og vinsælar í heimi fræga fólksins enda auðvelt að forðast ágenga ljósmyndara sé hafist við í íbúðinni. Kanye West, eiginmaður Kim Kardashian hefur meðal annars gist í húsinu sem um ræðir en staðsetningu þess í París má sjá hér að neðan.Hvernig tókst ræningjunum að komast inn?Franska innanríkisráðuneytið segir að ræningjarnir, fimm talsins, hafi dulbúið sig sem lögreglumenn. Þannig hafi þeir komist inn anddyri byggingarinnar þar sem þeir hótuðu húsverðinum og neyddu hann til að opna íbúð Kardashian.Kim var á fullu í tískuvikunni í París á dögunum.Vísir/GettyÞaðan komust tveir af ræningjunum inn í herbergi til Kardashian þar sem þeir eru sagðir hafa handjárnað Kim, límt fyrir munn hennar og komið henni fyrir í baðkari. Hún hafi því næst beðið ræningjana að þyrma lífi sínu og borið því fyrir sig að hún ætti tvö lítil börn. Voru mennirnir vopnaðir byssum en engum skotum var hleypt af. Hvað tóku þeir? Ljóst er að mennirnir stálu miklum verðmætum í íbúðinni þó óljóst sé nákvæmlega hverju var stolið. Þó sé ljóst að skartgripabox með verðmætum skartgripum var tekið ásamt hring. Saksóknarar í París segja að virði þýfisins sé allt að tíu milljónir evra, um 1,2 milljarður íslenskra króna.Sjá einnig: Kim bundin, kefluð og hent í baðkar: Bað ræningjana að þyrma lífi sínu Ekki er vitað hvort að skartgripirnir voru í eigu Kim eða hvort þeir voru í láni en Kim hefur undanfarna daga tekið þátt í tískuvikunni í París og vakið mikla athygli hvert sem hún hefur farið. Sjálf á hún mjög verðmæta skartgrpi, þar með talið trúlofunarhringinn sem Kanye West gaf henni auk annars hring sem Kim hefur verið duglega að sýna á samfélagsmiðlum. Óljóst er hvort að annar þessara hringa sé sá sem tekinn var í morgun. Svo virðist sem að ræningjarnir hafi komist á burtu á hjólum og er þeirra leitað af lögreglu. A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 29, 2016 at 12:40pm PDT En hvar voru öryggisverðir hennar? Athygli vakti í síðustu viku þegar öryggisverðir Kim voru fljótir að snúa niður Úkraínumanninn Vitalii Seduik þegar hann laumaði sér að Kim Kardashian og kyssti afturenda hennar. Svo virðist þó sem að öryggisverðir hennar hafi verið víðsfjarri í morgun. Yfirvöld í París hafa þó ekki gefið upplýsingar um staðsetningu öryggisvarða hennar en fréttamaður CNN í París segir ljóst að ránið hafi verið þaulskipulagt og framkvæmt af reynslumiklum mönnum sem hafi haft upplýsingar um vettvanginn.En hvernig líður Kim?Þessu er erfitt að svara en Kim yfirgaf Frakkland fyrr í dag. Talsmaður hennar sagði hún sé í miklu áfalli en ómeidd. Eftir ránið kom móðir hennar, Kris Jenner ásamt systrum Kim, Kendall Jenner og Kourtney Kardashian sem hugguðu Kim. Lögregla rannsakar málið.
Tengdar fréttir Kim bundin, kefluð og hent í baðkar: Bað ræningjana að þyrma lífi sínu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 14:10 James Corden stendur vörð um Kim Kardashian: „Verið góð eða haldið kjafti“ Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 13:30 Sjáðu þegar Kanye West strunsaði af sviðinu þegar hann frétti af ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 10:30 Kim Kardashian rænd af vopnuðum mönnum í París Tveir menn eru sagðir hafa dregið upp byssur og látið greipar sópa um hótelherbergi hennar. 3. október 2016 07:38 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
Kim bundin, kefluð og hent í baðkar: Bað ræningjana að þyrma lífi sínu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 14:10
James Corden stendur vörð um Kim Kardashian: „Verið góð eða haldið kjafti“ Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 13:30
Sjáðu þegar Kanye West strunsaði af sviðinu þegar hann frétti af ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 10:30
Kim Kardashian rænd af vopnuðum mönnum í París Tveir menn eru sagðir hafa dregið upp byssur og látið greipar sópa um hótelherbergi hennar. 3. október 2016 07:38