Túlkun Vigdísar á Litlu gulu hænunni vekur furðu Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2016 10:32 Líkingarmál Vigdísar hefur vakið furðu en hún segir að ekki gefist vel að skreyta sig stolnum fjöðurum og því miður lifi Litla gula hænan góðu lífi enn þann dag í dag. Helstu stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsslag í Framsóknarflokknum á flokksþingi í gær, eiga erfitt með að leyna gremju sinni og vonbrigðum. Enda lögðu þeir talsvert mikið undir í aðdraganda kosninga með hástemmdum lýsingum á því hversu mikill yfirburðamaður Sigmundur er. Úr þeim ranni hafa þó ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, vakið mestu athyglina. Og þá einkum líkingarmál hennar. Vigdís segir: „Framsóknarmenn gerðu risastór mistök í dag á flokksþinginu Það hefur aldrei reynst vel að skreyta sig með stolnum fjöðrum Litla gula hænan lifir góðu lífi - því miður“.Vinstra pakkið er Litla gula hænan Afrit af þessum ummælum Vigdísar flugu um Facebook í gærkvöldi og fáir fá botn í þetta líkingarmál; helst er á Vigdísi að skilja að aðalpersónan í Litlu gulu hænunni, dæmisaga sem notuð hefur verið við lestrarkennslu í barnaskóla til margra ára, sé skúrkurinn í sögunni. Sem skreytir sig stolnum fjöðrum. Bókmenntafræðingar hafa lengi talið boðskap sögunnar þann að fólk (Litla gula hænan) eigi að njóta afraksturs vinnu sinnar en ekki þeir sem ekkert leggja af mörkum og teljast þannig afætur. En, vinir Vigdísar á Facebook virðast hins vegar vita hvað hún meinar. Þannig segir Helgi Bjarnason í athugasemd: „Vinstra pakkið, a.k.a. litla gula hænan hefur allt of lengi fengið að verpa lýðskrums eggjum sínum í hreiður sannleikans, Sigmundur D. er afburðarmaður, hann hefur tamið og beislað erlenda kröfuhafa til hlýðni og verið hvatamaður að innspýtingu fjármagns frá skattaskjólum og hefur núllstillt skuldastöðu ríkissjóðs!!“Ráðist á þann einstakling sem helst barðist fyrir þjóðina Vigdís vitnar í ummæli annars stuðningsmanns Sigmundar Davíðs, sem leynir ekki vonbrigðum sínum. Nefnilega Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur borgarfulltrúa en hún og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í borginni, hafa verið áberandi í hópi stuðningsmanna Sigmundar: „Mikið rosalega er dapurt að sjá hvernig fólkið sem virðist lifa fyrir það eitt að skíta aðra út til að reyna upphefja sig sjálft ræðst á þann einstakling sem barðist fyrir þjóðina gegn Icesave, kom skuldaleiðréttingunni í gegn fyrir heimilin í landinu og tók slaginn við kröfuhafa föllnu bankanna og hafði þannig betur gegn fjármálaöflunum. Barátta hans, kjarkur og þor skilaði nokkur hundruð milljörðum í ríkiskassann og því er nú hægt að bæta kjör fólksins í landinu og m.a. byggja nýjan spítala. Kjör fólksins í landinu verða nefnilega ekki bætt með umræðustjórunum á feisbúkk.“ Tengdar fréttir Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Helstu stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsslag í Framsóknarflokknum á flokksþingi í gær, eiga erfitt með að leyna gremju sinni og vonbrigðum. Enda lögðu þeir talsvert mikið undir í aðdraganda kosninga með hástemmdum lýsingum á því hversu mikill yfirburðamaður Sigmundur er. Úr þeim ranni hafa þó ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, vakið mestu athyglina. Og þá einkum líkingarmál hennar. Vigdís segir: „Framsóknarmenn gerðu risastór mistök í dag á flokksþinginu Það hefur aldrei reynst vel að skreyta sig með stolnum fjöðrum Litla gula hænan lifir góðu lífi - því miður“.Vinstra pakkið er Litla gula hænan Afrit af þessum ummælum Vigdísar flugu um Facebook í gærkvöldi og fáir fá botn í þetta líkingarmál; helst er á Vigdísi að skilja að aðalpersónan í Litlu gulu hænunni, dæmisaga sem notuð hefur verið við lestrarkennslu í barnaskóla til margra ára, sé skúrkurinn í sögunni. Sem skreytir sig stolnum fjöðrum. Bókmenntafræðingar hafa lengi talið boðskap sögunnar þann að fólk (Litla gula hænan) eigi að njóta afraksturs vinnu sinnar en ekki þeir sem ekkert leggja af mörkum og teljast þannig afætur. En, vinir Vigdísar á Facebook virðast hins vegar vita hvað hún meinar. Þannig segir Helgi Bjarnason í athugasemd: „Vinstra pakkið, a.k.a. litla gula hænan hefur allt of lengi fengið að verpa lýðskrums eggjum sínum í hreiður sannleikans, Sigmundur D. er afburðarmaður, hann hefur tamið og beislað erlenda kröfuhafa til hlýðni og verið hvatamaður að innspýtingu fjármagns frá skattaskjólum og hefur núllstillt skuldastöðu ríkissjóðs!!“Ráðist á þann einstakling sem helst barðist fyrir þjóðina Vigdís vitnar í ummæli annars stuðningsmanns Sigmundar Davíðs, sem leynir ekki vonbrigðum sínum. Nefnilega Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur borgarfulltrúa en hún og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í borginni, hafa verið áberandi í hópi stuðningsmanna Sigmundar: „Mikið rosalega er dapurt að sjá hvernig fólkið sem virðist lifa fyrir það eitt að skíta aðra út til að reyna upphefja sig sjálft ræðst á þann einstakling sem barðist fyrir þjóðina gegn Icesave, kom skuldaleiðréttingunni í gegn fyrir heimilin í landinu og tók slaginn við kröfuhafa föllnu bankanna og hafði þannig betur gegn fjármálaöflunum. Barátta hans, kjarkur og þor skilaði nokkur hundruð milljörðum í ríkiskassann og því er nú hægt að bæta kjör fólksins í landinu og m.a. byggja nýjan spítala. Kjör fólksins í landinu verða nefnilega ekki bætt með umræðustjórunum á feisbúkk.“
Tengdar fréttir Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00