Himinlifandi að kumlið sé fundið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2016 10:07 Myndir frá fundinum. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, er í skýjunum með fund gæsaveiðimanna á kumli manns á Ásum í Skaftártungu sem líklegt er talið að sé eigandi um eitt þúsund ára gamals sverðs sem sömu skyttur fundu á steinsnar frá snemma í september. Kuml er sem kunnugt er orð notað yfir gröf þess sem grafinn var að heiðnum sið. „Við erum voðalega ánægð með að kumlið sé fundið,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Tveir fornleifafræðingar frá Minjastofnun auk beinasérfræðings frá Fornleifastofnun héldu á vettvang í gærmorgun og hafa unnið hörðum höndum síðan.Mjaðmagrind og vinstri fótur „Þau fundu botninn á kumlinu og í því voru smá fótabein, ekki mikið. Það er greinlegt að eldvatnið hefur tekið megnið af manninum,“ segir Kristín. Hluti af mjaðmagrind hafi fundist sem og vinstri fóturinn. Mögulega sé fleiri gripi að finna en grafið verður áfram fram á miðjan dag í dag hið minnsta. Um sextíu metrar eru frá svæðinu þar sem sverðið fannst um daginn og þar sem kumlið fannst um helgina. Fornleifafræðingar skönnuðu svæðið nærri sverðinu eftir þann fund á dögunum en án árangurs. Aðstæður eru ekki þær auðveldustu enda hefur verið blautt á svæðinu. Þá sé greinilegt að áin hefur brotið kumlið niður.Koma í bæinn síðar í dag Aðspurð hvort þarna sé að finna jarðneskar leifar Hróars Tungugoði, sem sagnfræðingar telja líklegan eiganda sverðsins, segist Kristín ekki vilja draga svo miklar ályktanir. Til þess vildi hún vilja finna ökuskírteini við hlið líksins, eða þá að sverðið væri merkt manninum segir hún hlæjandi. „Fólk má alveg velta hlutunum fyrir sér samt, það er bara gaman að því. Mágur hans Gunnars á Hlíðarenda bjó þarna einhvers staðar,“ segir Kristín og gefur blaðamanni eitthvað til að velta fyrir sér. Nema eitthvað fleira finnist á svæðinu framan af degi munu fornleifafræðingarnir snúa til Reykjavíkur með beinin og litla járnmuni síðar í dag. Tengdar fréttir Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Fundu mannabein skammt frá staðnum þar sem víkingasverðið fannst Gæsaveiðimenn fundu í dag mannabein og málmhlut skammt frá þeim stað þar sem um þúsund ára gamalt sverð fannst í Skaftárhreppi í byrjun síðasta mánaðar. 1. október 2016 21:01 Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, er í skýjunum með fund gæsaveiðimanna á kumli manns á Ásum í Skaftártungu sem líklegt er talið að sé eigandi um eitt þúsund ára gamals sverðs sem sömu skyttur fundu á steinsnar frá snemma í september. Kuml er sem kunnugt er orð notað yfir gröf þess sem grafinn var að heiðnum sið. „Við erum voðalega ánægð með að kumlið sé fundið,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Tveir fornleifafræðingar frá Minjastofnun auk beinasérfræðings frá Fornleifastofnun héldu á vettvang í gærmorgun og hafa unnið hörðum höndum síðan.Mjaðmagrind og vinstri fótur „Þau fundu botninn á kumlinu og í því voru smá fótabein, ekki mikið. Það er greinlegt að eldvatnið hefur tekið megnið af manninum,“ segir Kristín. Hluti af mjaðmagrind hafi fundist sem og vinstri fóturinn. Mögulega sé fleiri gripi að finna en grafið verður áfram fram á miðjan dag í dag hið minnsta. Um sextíu metrar eru frá svæðinu þar sem sverðið fannst um daginn og þar sem kumlið fannst um helgina. Fornleifafræðingar skönnuðu svæðið nærri sverðinu eftir þann fund á dögunum en án árangurs. Aðstæður eru ekki þær auðveldustu enda hefur verið blautt á svæðinu. Þá sé greinilegt að áin hefur brotið kumlið niður.Koma í bæinn síðar í dag Aðspurð hvort þarna sé að finna jarðneskar leifar Hróars Tungugoði, sem sagnfræðingar telja líklegan eiganda sverðsins, segist Kristín ekki vilja draga svo miklar ályktanir. Til þess vildi hún vilja finna ökuskírteini við hlið líksins, eða þá að sverðið væri merkt manninum segir hún hlæjandi. „Fólk má alveg velta hlutunum fyrir sér samt, það er bara gaman að því. Mágur hans Gunnars á Hlíðarenda bjó þarna einhvers staðar,“ segir Kristín og gefur blaðamanni eitthvað til að velta fyrir sér. Nema eitthvað fleira finnist á svæðinu framan af degi munu fornleifafræðingarnir snúa til Reykjavíkur með beinin og litla járnmuni síðar í dag.
Tengdar fréttir Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Fundu mannabein skammt frá staðnum þar sem víkingasverðið fannst Gæsaveiðimenn fundu í dag mannabein og málmhlut skammt frá þeim stað þar sem um þúsund ára gamalt sverð fannst í Skaftárhreppi í byrjun síðasta mánaðar. 1. október 2016 21:01 Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00
Fundu mannabein skammt frá staðnum þar sem víkingasverðið fannst Gæsaveiðimenn fundu í dag mannabein og málmhlut skammt frá þeim stað þar sem um þúsund ára gamalt sverð fannst í Skaftárhreppi í byrjun síðasta mánaðar. 1. október 2016 21:01
Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00