Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Heiðar Lind Hansson skrifar 9. september 2016 07:00 Sverðið sem fannst í vikunni Vísir Samkvæmt Landnámu og Íslendingasögunum var Hróar Tungugoði goðorðsmaður einn helsti valdsmaðurinn á seinni hluta 10. aldar á svæðinu þar sem gæsaskyttur fundu sverð frá sama tímabili um síðustu helgi. Þar var goðorð Hróars sem hann hefur líklega tekið í arf eftir afa sinn, Leiðólf Kappa, en goðorðið spannaði svæði sem mögulega náði frá Jökulsá á Sólheimandi í vestri til Skeiðarár í austri. Á þetta bendir Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið.Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræðis við HÍ.vísir/gvaGunnar segir að samkvæmt Landnámu hafi Hróar búið á bænum Ásum sem mögulega var á svipuðum slóðum og bæirnir Ytri- og Eystri-Ásar eru nú. Sverðið fannst á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása. „Viðurnefni Hróars gefur til kynna að hann hafi verið höfðingi og því megi kasta fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og hann hafi geta átt sverðið,“ segir Gunnar sem fjallaði um goða á þjóðveldisöld í bók sinni Goðamenning árið 2004. „Það má því alveg eigna sverðið honum.“ Í gærmorgun lá fyrir röntgengreining sérfræðinga Þjóðminjasafnsins þar sem staðfest var að sverðið væri af svokallaðri Q gerð. Það þýði að sverðið sé líklega smíðað einhvern tímann frá 950 og rétt fram yfir 1000.Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ.vísir/vilhelmSteinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, segir að fastlega megi gera ráð fyrir að eigandi sverðsins hafi verið hátt settur karl í þjóðfélaginu þar sem vísbendingar hafi enn ekki komið fram um að konur hafi átt sverð á þessum tíma. „Hann hafi til dæmis geta verið höfðingi. Sverð voru mjög verðmæt og ekki á allra færi að eignast þau. Smíði eins sverðs tók allt að þrjú ár og aðeins færustu járnsmiðir kunnu að búa til góð sverð. Aðeins þeir hæst settu áttu þannig grip,“ segir Steinunn sem byggir tilgátu sýna á þeirri samfélagsgerð sem blasi við í Íslendingasögum. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands og doktor í fornleifafræði, segir að sverð sem þetta hafi getað verið smíðað erlendis og jafnvel úr efni sem flutt hafi verið um langan veg. „Dæmi eru um að brandur í svona sverðum hafi komið alla leið frá meginlandi Evrópu,“ segir Kristín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Samkvæmt Landnámu og Íslendingasögunum var Hróar Tungugoði goðorðsmaður einn helsti valdsmaðurinn á seinni hluta 10. aldar á svæðinu þar sem gæsaskyttur fundu sverð frá sama tímabili um síðustu helgi. Þar var goðorð Hróars sem hann hefur líklega tekið í arf eftir afa sinn, Leiðólf Kappa, en goðorðið spannaði svæði sem mögulega náði frá Jökulsá á Sólheimandi í vestri til Skeiðarár í austri. Á þetta bendir Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið.Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræðis við HÍ.vísir/gvaGunnar segir að samkvæmt Landnámu hafi Hróar búið á bænum Ásum sem mögulega var á svipuðum slóðum og bæirnir Ytri- og Eystri-Ásar eru nú. Sverðið fannst á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása. „Viðurnefni Hróars gefur til kynna að hann hafi verið höfðingi og því megi kasta fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og hann hafi geta átt sverðið,“ segir Gunnar sem fjallaði um goða á þjóðveldisöld í bók sinni Goðamenning árið 2004. „Það má því alveg eigna sverðið honum.“ Í gærmorgun lá fyrir röntgengreining sérfræðinga Þjóðminjasafnsins þar sem staðfest var að sverðið væri af svokallaðri Q gerð. Það þýði að sverðið sé líklega smíðað einhvern tímann frá 950 og rétt fram yfir 1000.Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ.vísir/vilhelmSteinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, segir að fastlega megi gera ráð fyrir að eigandi sverðsins hafi verið hátt settur karl í þjóðfélaginu þar sem vísbendingar hafi enn ekki komið fram um að konur hafi átt sverð á þessum tíma. „Hann hafi til dæmis geta verið höfðingi. Sverð voru mjög verðmæt og ekki á allra færi að eignast þau. Smíði eins sverðs tók allt að þrjú ár og aðeins færustu járnsmiðir kunnu að búa til góð sverð. Aðeins þeir hæst settu áttu þannig grip,“ segir Steinunn sem byggir tilgátu sýna á þeirri samfélagsgerð sem blasi við í Íslendingasögum. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands og doktor í fornleifafræði, segir að sverð sem þetta hafi getað verið smíðað erlendis og jafnvel úr efni sem flutt hafi verið um langan veg. „Dæmi eru um að brandur í svona sverðum hafi komið alla leið frá meginlandi Evrópu,“ segir Kristín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46
Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00