Innlent

„Það verða alltaf sár þegar menn takast á“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða í formannskosningunni.
Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða í formannskosningunni. vísir/ernir
Sigurður Ingi Jóhannsson, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, segist ekki kvíða því verkefni að sameina flokkinn eftir harða kosningabaráttu um formannsembættið þar sem hann bar sigur úr  býtum yfir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hann segðir eðlilegt að menn verði sárir eftir slík átök.

„Ég geri mér vel grein fyrir því að það er mikið verkefni fram undan og það verða alltaf sár þegar menn takast á. Hvort sem það er í stjórnmálaflokkum eða annars staðar um einhver sæti. Það verða alltaf til öflugir hópar sem vilja gjarnan veg annars eða hins frambjóðandans sem mest,“ sagði Sigurður Ingi í Bítinu í morgun.

Það sé ekkert óeðlilegt við það að fólk hafi skipt sér í tvær fylkingar þegar kom að afstöðu þess til formannsefnanna. Núna hafi flokkurinn gengið í gegnum lýðræðislegar kosningar og að flokksmenn þurfi að taka höndum saman.

„Mér fannst margir á þinginu, bæði á laugardeginum og sunnudeginum, sýna því mikinn skilning að það verkefni yrðum við að ganga í og við yrðum að ganga samhent til þess. Þannig að ég kvíði því ekki en ég geri mér grein fyrir því að það er verkefni.“

Aðspurður segist Sigurður ekki eiga von á frekari uppgjöri eða eftirköstum. á frekari uppgjöri eða eftirköstum. „Við höfum auðvitað gengið í gegnum ýmislegt á langri sögu okkar og eitt af því sem styrkir okkur er hversu öflugur lýðræðisflokkur Framsóknarflokkurinn er. Hérna gengum við í gegnum lýðræðislegar kosningar. Ég held það sýni frekar styrk flokksins en veikleika.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×