Innlent

Fá skilnaðargögn látinna foreldra

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Áður hafði innanríkisráðuneytið hafnað kröfu systkinanna.
Áður hafði innanríkisráðuneytið hafnað kröfu systkinanna. vísir/valli
Fjögur systkin fá aðgang að skilnaðargögnum látinna foreldra sinna en skilnaðurinn átti sér stað fyrir þremur áratugum. Þetta var niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Kærendur fóru fram á aðgang þar sem í gögnunum er að finna upplýsingar um hvernig forræði yfir systkinunum var háttað og hvernig heimilisaðstæður þeirra voru í æsku. Þar er að auki að finna upplýsingar um einkamálefni foreldra þeirra.

Að mati nefndarinnar vógu hagsmunir systkinanna þyngra en friðhelgi einkalífs foreldranna. Því fengu þau upplýsingarnar afhentar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×