Erlent

Kjörsókn gæti ógilt kosningu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, er andsnúinn kvótanum líkt og rúmlega 90 prósent landsmanna.
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, er andsnúinn kvótanum líkt og rúmlega 90 prósent landsmanna. vísir/AFP
Útlit er fyrir að slæleg kjörsókn verði til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla Ungverja, um flóttamannakvótakerfi Evrópusambandsins, teljist ógild.

Fyrstu útgönguspár bentu til þess að nær allir sem mættu á kjörstað hefðu hafnað tillögunni. Kjörsókn náði hins vegar ekki 50 prósentum sem áskilin eru til að kosningin teljist gild.

Í tillögu Evrópusambandsins felst að um 160.000 flóttamönnum verði dreift á milli aðildarríkja ESB. Hlutur Ungverja er 1.300 manns samkvæmt tillögunni.

Stærstur hluti flóttamanna sem koma til Evrópu hefur viðkomu í Ungverjalandi á leið sinni til landa vestar í Evrópu. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Vill Ungverjaland úr Evrópusambandinu

Forsætisráðherra Lúxemborgar segir meðferð Ungverja á flóttafólki verða sífellt verri. Ungverjar búa sig nú undir þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×