Erlent

Bróðir Gülen handtekinn í Tyrklandi

Atli Ísleifsson skrifar
Fethullah Gülen er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum.
Fethullah Gülen er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Vísir/AFP
Lögregla í Tyrklandi hefur handtekið bróður klerksins Fethullah Gülen, sem Tyrklandsstjórn sakar um að bera ábyrgð á valdaránstilrauninni í landinu í sumar. Tyrkneski ríkismiðillinn Anadolu greinir frá þessu.

Kutbettin Gülen á að hafa verið handtekinn á heimili ættingja síns í Izmir-héraði eftir að ábending barst lögreglu.

Kutbettin er sá fyrsti í systkinahópi Gülen sem er handtekinn, en lögregla sakar hann um aðild að vopnuðum hryðjuverkasamtökum.

Fethullah Gülen á þrjá bræður á lífi og tvær systur. Tyrknesk lögregla hafði áður handtekið tvo frændur Gülen.

Fethullah Gülen er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Tyrkir senda ellefu þúsund kennara í leyfi

Tyrkneska ríkisstjórnin hefur sent rúmlega ellefu þúsund kennara sem grunaðir eru um að tengjast Verkamannaflokki Kúrda í starfsleyfi. Vika er í að grunnskólar hefjist á ný eftir sumarfrí. Áður höfðu rúmlega tuttugu þúsund verið rek




Fleiri fréttir

Sjá meira


×