Innlent

Níu manns gistu fangageymslur

Atli Ísleifsson skrifar
Miklar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Miklar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Pjetur
Miklar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gistu níu manns gistu fangageymslur.

Í dagbók lögreglu segir að fólkið sem um ræðir hafi verið flutt á lögreglustöð vegna ýmissa mála, allt frá akstri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, líkamsárásar og heimilsofbeldis.

Alls voru ellefu handteknir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og eða vímuefna.

Einnig var tilkynnt um bíl sem hafði verið ekið inn í garð í Kópavogi og á tjaldvagn sem þar stóð. Ökumaðurinn reyndist ökumaður réttindalaus og undir áhrifum áfengis og vímuefna.

Þá var einni annríki hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt og voru slökkviliðsmenn sendir meðal annars til að slökkva eld í potti á eldavél í Kópavogi og í vatnsleka í Urriðaholti í Garðabæ.

Samkvæmt var upplýsingum frá varðstjóra var um minniháttar tjón að ræða. Þá var einnig annríki í sjúkraflutningum en sjúkraflutningamenn sinntu yfir 40 sjúkraflutningum á næturvaktinni í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×