Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2016 21:04 Sturla Pálsson. Vísir/GVA Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands, viðurkenndi í yfirheyrslum hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 að hafa brotið trúnað þegar hann greindi eiginkonu sinni frá aðgerðum Seðlabankans dagana fyrir setningu neyðarlaganna í október 2008. Eiginkona Sturlu starfaði á þeim tíma sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, málsvara fjármálafyrirtækja, og þar með banka, í hagsmunamálum þeirra. Í skýrslu sérstaks saksóknara, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að Sturlu hafi verið kynnt skjal við yfirheyrslu þar sem væri endurritað símtal milli hans og eiginkonu sinnar að kvöldi laugardagsins 4. október þar sem hann greinir henni frá því að hugsanlega yrði einum bankanna þriggja bjargað. Þá sagði hann Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóra Landsbankans, hafa verið hættan að hringja í Seðlabankann, vera „búinn að kasta inn handklæðinu, hann [væri] búinn að gefast upp. Einnig kemur fram að það séu bara Kaupþingsmenn núna og Landsbankinn sé farinn og ECB [Evrópski seðlabankinn] muni triggera það,“ að því er haft er eftir Sturlu. Við yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara sagðist Sturla kannast við símtalið og kvaðst hann „náttúrulega vera að brjóta trúnað með því að ræða þetta við konuna sína.“ Ljóst var að dagana áður en neyðarlögin voru sett, hafi einstaklingar með slíkar innherjaupplýsingar getað nýtt sér upplýsingar um raunverulega stöðu bankanna við opnun markaða á mánudeginum. Neyðarlögin voru svo samþykkt að síðla dags, mánudagsins 6. október 2008. Tengdar fréttir Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands, viðurkenndi í yfirheyrslum hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 að hafa brotið trúnað þegar hann greindi eiginkonu sinni frá aðgerðum Seðlabankans dagana fyrir setningu neyðarlaganna í október 2008. Eiginkona Sturlu starfaði á þeim tíma sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, málsvara fjármálafyrirtækja, og þar með banka, í hagsmunamálum þeirra. Í skýrslu sérstaks saksóknara, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að Sturlu hafi verið kynnt skjal við yfirheyrslu þar sem væri endurritað símtal milli hans og eiginkonu sinnar að kvöldi laugardagsins 4. október þar sem hann greinir henni frá því að hugsanlega yrði einum bankanna þriggja bjargað. Þá sagði hann Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóra Landsbankans, hafa verið hættan að hringja í Seðlabankann, vera „búinn að kasta inn handklæðinu, hann [væri] búinn að gefast upp. Einnig kemur fram að það séu bara Kaupþingsmenn núna og Landsbankinn sé farinn og ECB [Evrópski seðlabankinn] muni triggera það,“ að því er haft er eftir Sturlu. Við yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara sagðist Sturla kannast við símtalið og kvaðst hann „náttúrulega vera að brjóta trúnað með því að ræða þetta við konuna sína.“ Ljóst var að dagana áður en neyðarlögin voru sett, hafi einstaklingar með slíkar innherjaupplýsingar getað nýtt sér upplýsingar um raunverulega stöðu bankanna við opnun markaða á mánudeginum. Neyðarlögin voru svo samþykkt að síðla dags, mánudagsins 6. október 2008.
Tengdar fréttir Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32
Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30