Innlent

Ef spítali er fluttur þurfi að tryggja bráðaþjónustu við flugvöll

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Ein helstu rök þeirra sem vilja að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni hafa verið að mikilvægt sé að flugvöllur sé nálægt bráðamótttöku spítalans.
Ein helstu rök þeirra sem vilja að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni hafa verið að mikilvægt sé að flugvöllur sé nálægt bráðamótttöku spítalans. vísir/vilhelm
Eitt af helstu kosningamálum Framsóknarflokksins samkvæmt stefnuskrá sem kynnt var á sunnudaginn er að reistur verði nýr Landspítali á nýjum stað.

Staðsetning nýs spítala hefur verið Framsóknarflokknum hugleikin en fyrrverandi formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, talaði fyrir því að nýr spítali yrði reistur annars staðar en við Hringbraut. Auk þess sýna kannanir að mikill meirihluta kjósenda Framsóknarflokksins er andvígur því að nýr spítali rísi þar.

Ein helstu rök þeirra sem vilja að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni hafa verið að mikilvægt sé að flugvöllur sé nálægt bráðamótttöku spítalans. Friðrik Pálsson formaður Hjartans í Vatnsmýrinni segir umræður um flutning á spítala af Hringbrautinni engu breyta þar um. 

Friðrik Pálsson, formaður Hjartans í Vatnsmýrinnivísir/arnþór
„Það hefur skipt öllu máli í mörgum tilvikum hvað flugvöllurinn er nærri spítalanum. Verði einhver breyting ávþví þá treysti ég að þeir sem hafa með málin að gera, hvort sem það er á vegum heilbrigðisyfirvalda eða samgönguyfirvalda, tryggi að það engin skerðing á þeirri þjónustu.“ 

En væri þá ekki hægt að flytja landspítalann og flugvöllinn á sama stað?

„Flugvöllurinn verður aldrei fluttur. Það er hugsanlega hægt að byggja nýjan flugvöll einhvers staðar og ef menn vilja það og finna honum stað sem hefur ekki fundist, og byggja spítala nálægt honum þá er það náttúrulega stórkostleg aðferðarfræði. En það er mjög fjarlægt að svo verði þannig að mín spá er að hvorugt fari.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×