„Þetta verður alger Kleppur“ Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2024 10:02 Arnar Þór Jónsson og félagar hann í Lýðræðisflokknum stefna enn á að bjóða fram í öllum kjördæmum. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Jónsson, stofnandi Lýðræðisflokksins, segir að framundan séu annasamar vikur í kjölfar ákvörðunar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra að óska eftir þingrofi með það að markmiði að halda þingkosningar í nóvember. „Þetta leggst vel í mig en verður rosa sprettur. Brött brekka. Við höfum tvær vikur núna til að safna undirskriftum. Þetta verður alger Kleppur,“ segir Arnar Þór. Hann segir að flokkurinn stefni enn að því að bjóða fram í öllum kjördæmum. „Við erum í þessu af öllu afli og leggjum okkur alla fram.“ Aðspurður um hvort að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá forsætisráðherra segir hann ljóst að flokkarnir sem þarna eru, hafi í raun misst tengslin við grasrótina og hugmyndafræði sína. „Þau eru eins og afskorin blóm. Þessir flokkar eru deyjandi ef þetta hefði haldið áfram mikið lengur. Þá hefði andlátið verið óumflýjanlegt. En þetta gefur þeim smá möguleika á að rísa upp frá dauðum,“ segir Arnar Þór. Tilkynnt var í síðasta mánuði um stofnun Lýðræðisflokksins - samtök um sjálfsákvörðunarrétt og sagði í tilkynningu að markmið flokksins væri að vinna gegn þróun í átt til ofstjórnar og óstjórnar. Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Tengdar fréttir Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. 14. október 2024 09:55 Beint: Bjarni fer á fund forseta Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hittir forseta Íslands klukkan níu til að óska eftir þingrofi sem hann vonast til að geti formlega átt sér stað á fimmtudag. Verði af því munu kosningar að öllum líkindum fara fram í lok næsta mánaðar. 14. október 2024 08:23 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
„Þetta leggst vel í mig en verður rosa sprettur. Brött brekka. Við höfum tvær vikur núna til að safna undirskriftum. Þetta verður alger Kleppur,“ segir Arnar Þór. Hann segir að flokkurinn stefni enn að því að bjóða fram í öllum kjördæmum. „Við erum í þessu af öllu afli og leggjum okkur alla fram.“ Aðspurður um hvort að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá forsætisráðherra segir hann ljóst að flokkarnir sem þarna eru, hafi í raun misst tengslin við grasrótina og hugmyndafræði sína. „Þau eru eins og afskorin blóm. Þessir flokkar eru deyjandi ef þetta hefði haldið áfram mikið lengur. Þá hefði andlátið verið óumflýjanlegt. En þetta gefur þeim smá möguleika á að rísa upp frá dauðum,“ segir Arnar Þór. Tilkynnt var í síðasta mánuði um stofnun Lýðræðisflokksins - samtök um sjálfsákvörðunarrétt og sagði í tilkynningu að markmið flokksins væri að vinna gegn þróun í átt til ofstjórnar og óstjórnar.
Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Tengdar fréttir Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. 14. október 2024 09:55 Beint: Bjarni fer á fund forseta Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hittir forseta Íslands klukkan níu til að óska eftir þingrofi sem hann vonast til að geti formlega átt sér stað á fimmtudag. Verði af því munu kosningar að öllum líkindum fara fram í lok næsta mánaðar. 14. október 2024 08:23 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. 14. október 2024 09:55
Beint: Bjarni fer á fund forseta Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hittir forseta Íslands klukkan níu til að óska eftir þingrofi sem hann vonast til að geti formlega átt sér stað á fimmtudag. Verði af því munu kosningar að öllum líkindum fara fram í lok næsta mánaðar. 14. október 2024 08:23