Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2016 08:15 Lárus Welding og Jón Ásgeir Jóhannesson eru á meðal ákærðu í Aurum-málinu. vísir/gva Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. Lárus og Magnús eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni eru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Málið kemur nú fyrir héraðsdóm í annað sinn en fyrri aðalmeðferð þess fór fram vorið 2014. Fjórmenningarnir voru svo sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl í fyrra þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar en hann var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Þegar málið hafði verið sent aftur heim í hérað var síðan deilt um hæfi dómsformannsins í málinu, Guðjóns St. Marteinssonar, en Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu taldi dómarann hliðhollan sakborningum, meðal annars vegna þess sem fram kom í blaðagrein sem Guðjón ætlaði að birta í Fréttablaðinu en var aldrei birt. Ólafur Þór fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti í dómnum vegna vanhæfis en dómarar meta sjálfir hæfi sitt. Guðjón taldi sig hæfan til að dæma áfram í málinu en Ólafur kærði þá niðurstöðu til Hæstaréttar sem dæmdi Guðón vanhæfan til að sitja áfram í dómnum. Því þurfti að skipa nýjan dómsformann í málinu en auk dómarana var einnig deilt um það hvort að saksóknari fengi að leiða ákveðin vitni fyrir dóm. Nú, tveimur og hálfu ári eftir að sakborningar í málinu voru sýknaðir í héraði, er aftur komið að aðalmeðferð. Tæplega fimmtíu vitni munu gefa skýrslu fyrir dómi en áætlað er aðalmeðferðin standi í um viku. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Meðdómari sem Hæstiréttur mat vanhæfan efast um hæfi Símons „grimma“ Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bróðir Ólafs Ólafssonar og fyrrverandi meðdómari í Aurum-málinu, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir Símon Sigvaldason, héraðsdómara, harðlega. 2. febrúar 2016 12:18 Aðalmeðferð Aurum-málsins í október Hefst þann 19. október og mun standa í um viku. 17. maí 2016 16:05 Jón Ásgeir efast um óhlutdrægni dómara vegna fréttaflutnings Fréttablaðsins Jón Ásgeir Jóhannesson efast um að dómarinn Símon Sigvaldason sé óhlutdrægur í sinn garð vegna frétta Fréttablaðsins um fyrirtæki eiginkonu dómarans. Eiginkona Jóns Ásgeirs er aðaleigandi 365 miðla sem gefur út Fréttablaðið. 4. febrúar 2016 15:44 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. Lárus og Magnús eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni eru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Málið kemur nú fyrir héraðsdóm í annað sinn en fyrri aðalmeðferð þess fór fram vorið 2014. Fjórmenningarnir voru svo sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl í fyrra þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar en hann var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Þegar málið hafði verið sent aftur heim í hérað var síðan deilt um hæfi dómsformannsins í málinu, Guðjóns St. Marteinssonar, en Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu taldi dómarann hliðhollan sakborningum, meðal annars vegna þess sem fram kom í blaðagrein sem Guðjón ætlaði að birta í Fréttablaðinu en var aldrei birt. Ólafur Þór fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti í dómnum vegna vanhæfis en dómarar meta sjálfir hæfi sitt. Guðjón taldi sig hæfan til að dæma áfram í málinu en Ólafur kærði þá niðurstöðu til Hæstaréttar sem dæmdi Guðón vanhæfan til að sitja áfram í dómnum. Því þurfti að skipa nýjan dómsformann í málinu en auk dómarana var einnig deilt um það hvort að saksóknari fengi að leiða ákveðin vitni fyrir dóm. Nú, tveimur og hálfu ári eftir að sakborningar í málinu voru sýknaðir í héraði, er aftur komið að aðalmeðferð. Tæplega fimmtíu vitni munu gefa skýrslu fyrir dómi en áætlað er aðalmeðferðin standi í um viku.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Meðdómari sem Hæstiréttur mat vanhæfan efast um hæfi Símons „grimma“ Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bróðir Ólafs Ólafssonar og fyrrverandi meðdómari í Aurum-málinu, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir Símon Sigvaldason, héraðsdómara, harðlega. 2. febrúar 2016 12:18 Aðalmeðferð Aurum-málsins í október Hefst þann 19. október og mun standa í um viku. 17. maí 2016 16:05 Jón Ásgeir efast um óhlutdrægni dómara vegna fréttaflutnings Fréttablaðsins Jón Ásgeir Jóhannesson efast um að dómarinn Símon Sigvaldason sé óhlutdrægur í sinn garð vegna frétta Fréttablaðsins um fyrirtæki eiginkonu dómarans. Eiginkona Jóns Ásgeirs er aðaleigandi 365 miðla sem gefur út Fréttablaðið. 4. febrúar 2016 15:44 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Meðdómari sem Hæstiréttur mat vanhæfan efast um hæfi Símons „grimma“ Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bróðir Ólafs Ólafssonar og fyrrverandi meðdómari í Aurum-málinu, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir Símon Sigvaldason, héraðsdómara, harðlega. 2. febrúar 2016 12:18
Aðalmeðferð Aurum-málsins í október Hefst þann 19. október og mun standa í um viku. 17. maí 2016 16:05
Jón Ásgeir efast um óhlutdrægni dómara vegna fréttaflutnings Fréttablaðsins Jón Ásgeir Jóhannesson efast um að dómarinn Símon Sigvaldason sé óhlutdrægur í sinn garð vegna frétta Fréttablaðsins um fyrirtæki eiginkonu dómarans. Eiginkona Jóns Ásgeirs er aðaleigandi 365 miðla sem gefur út Fréttablaðið. 4. febrúar 2016 15:44