Farið fram á frávísun í einu umfangsmesta skattsvikamáli hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. október 2016 15:46 Einungis eitt áttmenninganna gegnst við brotunum. vísir Tveir sakborningar í einu umfangsmesta skattsvikamáli sem upp hefur komið hér á landi kröfðust þess að máli þeirra yrði vísað frá við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Alls eru átta ákærð í málinu en þau eru grunuð um að hafa tekið þátt í að svíkja allt að 300 milljónir af hinu opinbera. Annars vegar var lögð fram frávísunarkrafa Steingríms Þórs Ólafssonar, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í skipulagningu svikanna, á grundvelli óskýrleika ákæru. Hins vegar var farið fram á frávísun í máli manns sem ákærður er fyrir vörslu á ellefu kílóum af hassi sem fundust við rannsókn lögreglu, á grundvelli þess að ríkissaksóknari hafi sent manninum erindi þess efnis að rannsókn málsins væri lokið og að ekki yrði aðhafst frekar í máli hans. Sex karlmenn og tvær konur eru ákærð í málinu. Þar af er einn fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, en hann er talinn hafa í starfi sínu aðstoðað hina grunuðu við fjársvikin og sagður hafa gegnt lykilhlutverki í málinu. Einn áttmenninganna hefur gengist við brotunum. Samkvæmt ákæru var hann fenginn, að beiðni Steingríms Þórs, til þess að gerast prókúruhafi að bankareikningi í Arion banka og þannig tekið á annað hundrað milljónir út af reikningnum og millifært tæplega hundrað milljónir af sama reikningi. Málið kom upp í september árið 2010. Svikin eru sögð hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækin höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Fólkinu tókst þannig að svíkja rúmlega 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu. Þeir peningar hafa aldrei fundist. Tengdar fréttir Milljónirnar 270 ófundnar Átta sæta ákæru ríkissaksóknara vegna skattsvika af sjaldséðri stærðargráðu. 26. apríl 2016 15:07 Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu Eitt umfangsmesta skattsvikamál Íslandssögunnar. 26. apríl 2016 09:00 Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30 Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna Brotavilji áttmenningana var einbeittur, ef marka má ákæruna. Þau fóru á annað hundrað sinnum í banka til þess að taka út fjármuni sem þau höfðu svikið úr ríkissjóði. 27. apríl 2016 13:30 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Tveir sakborningar í einu umfangsmesta skattsvikamáli sem upp hefur komið hér á landi kröfðust þess að máli þeirra yrði vísað frá við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Alls eru átta ákærð í málinu en þau eru grunuð um að hafa tekið þátt í að svíkja allt að 300 milljónir af hinu opinbera. Annars vegar var lögð fram frávísunarkrafa Steingríms Þórs Ólafssonar, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í skipulagningu svikanna, á grundvelli óskýrleika ákæru. Hins vegar var farið fram á frávísun í máli manns sem ákærður er fyrir vörslu á ellefu kílóum af hassi sem fundust við rannsókn lögreglu, á grundvelli þess að ríkissaksóknari hafi sent manninum erindi þess efnis að rannsókn málsins væri lokið og að ekki yrði aðhafst frekar í máli hans. Sex karlmenn og tvær konur eru ákærð í málinu. Þar af er einn fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, en hann er talinn hafa í starfi sínu aðstoðað hina grunuðu við fjársvikin og sagður hafa gegnt lykilhlutverki í málinu. Einn áttmenninganna hefur gengist við brotunum. Samkvæmt ákæru var hann fenginn, að beiðni Steingríms Þórs, til þess að gerast prókúruhafi að bankareikningi í Arion banka og þannig tekið á annað hundrað milljónir út af reikningnum og millifært tæplega hundrað milljónir af sama reikningi. Málið kom upp í september árið 2010. Svikin eru sögð hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækin höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Fólkinu tókst þannig að svíkja rúmlega 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu. Þeir peningar hafa aldrei fundist.
Tengdar fréttir Milljónirnar 270 ófundnar Átta sæta ákæru ríkissaksóknara vegna skattsvika af sjaldséðri stærðargráðu. 26. apríl 2016 15:07 Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu Eitt umfangsmesta skattsvikamál Íslandssögunnar. 26. apríl 2016 09:00 Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30 Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna Brotavilji áttmenningana var einbeittur, ef marka má ákæruna. Þau fóru á annað hundrað sinnum í banka til þess að taka út fjármuni sem þau höfðu svikið úr ríkissjóði. 27. apríl 2016 13:30 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Milljónirnar 270 ófundnar Átta sæta ákæru ríkissaksóknara vegna skattsvika af sjaldséðri stærðargráðu. 26. apríl 2016 15:07
Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu Eitt umfangsmesta skattsvikamál Íslandssögunnar. 26. apríl 2016 09:00
Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30
Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna Brotavilji áttmenningana var einbeittur, ef marka má ákæruna. Þau fóru á annað hundrað sinnum í banka til þess að taka út fjármuni sem þau höfðu svikið úr ríkissjóði. 27. apríl 2016 13:30