Erlent

Skjálfti upp á 6,9 stig í Papúa Nýju Gíneu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ekki hafa borist fregnir af manntjóni.
Ekki hafa borist fregnir af manntjóni. vísir/epa
Öflugur skjálfti upp á 6,9 stig varð undan ströndum Papúa Nýju Gíneu í nótt. Engar fregnir hafa enn borist af skemmdum eða mannfalli þar og flóðbylgjuviðvörun hefur ekki verið gefin út að svo stöddu.

Einungis nokkrir dagar eru frá því að skjálfti upp á 6,4 stig gekk yfir landið en ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega.

Miklir jarðskjálftar eru algengir í landinu. Mannskæðasti skjálfti sem gengið hefur yfir Papúa Nýju Gíneu mældist 7 stig árið 1998, en þá létu yfir 2.100 manns lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×