Íhuga refsiaðgerðir vegna Aleppo Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. október 2016 21:22 Boris Johnson og John Kerry á blaðamannafundi í London í dag. Vísir/EPA Bresk og bandarísk yfirvöld hafa hótað refsiaðgerðum ef sprengjuárásum á Aleppo, höfuðborg Sýrlands, verður haldið áfram. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir ástandið í borginni vera gríðarlegan mannlegan harmleik og að glæpir gegn mannkyninu eigi sér stað í borginni á hverjum degi. Kerry er nú staddur í London til að taka þátt í viðræðum um friðsamlega lausn á stríðinu í Sýrlandi. Hann talaði við blaðamenn í dag ásamt Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretland. Johnson hvatti Rússa til að „gera það rétta fyrir mannkynið og fólkið í Sýrlandi“ með því að samþykkja vopnahlé. Kerry sagði tíma til kominn fyrir varanlegt vopnahlé og að í kjölfarið yrði sest við samningsborðið. Vopnahlé var gert í síðasta mánuði en það féll um sjálft sig eftir aðeins nokkra daga. Síðan þá hafa sýrlensk yfirvöld, með aðstoð Rússa, látið sprengjum rigna yfir Aleppo. Yfirvöld í Washington kalla aðgerðirnar stríðsglæp. „Þessar aðgerðir munu koma til með að fella þá sem bera ábyrgð á þeim og þeir ættu að hugsa um það núna,“ sagði Johnson. Þeir sögðu jafnframt að til greina kæmi að beita efnahagslegum refsiaðgerðum ef yfirvöld í Sýrlandi yrðu ekki samvinnuþýð um vopnahlé. Hjálparsamtök telja 72 klukkustunda vopnahlé nauðsynlegt til að koma byrgjum til Aleppo og ferja óbreytta borgara úr eyðilögðum hlutum borgarinnar. Tengdar fréttir Tugir létust í loftárás á Aleppo Rússar boða nýja viðræður við Bandaríkin um vopnahlé í Sýrlandi. Breskir og franskir ráðamenn vilja draga Rússa fyrir stríðsglæpadómstól. Loftárásir voru gerðar á stærsta markaðinn í Aleppo í gær. 13. október 2016 07:00 Pútín vill ekki hitta Frakklandsforseta Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur afboðað heimsókn sína til Frakklands, þar sem til stóð að hann myndi eiga fund með François Hollande forseta um ástandið í borginni Aleppo í Sýrlandi. 12. október 2016 07:30 Rússar halda áfram loftárásum á Aleppo Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna harmar að Rússar hafi komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti að loftárásum á Aleppo í Sýrlandi skyldi hætt 12. október 2016 19:30 Sýrlenskir uppreisnarmenn nálgast Dabiq Sýrlenskir uppreisnarmenn sækja nú á sýrlenska bæinn Dabiq, sem er eitt af höfuðvígum ISIS. 15. október 2016 18:59 Miklar loftárásir í Aleppo Tólf borgarar eru sagðir hafa fallið og íbúðarhúsnæði urðu fyrir miklum skemmdum. 11. október 2016 14:38 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Bresk og bandarísk yfirvöld hafa hótað refsiaðgerðum ef sprengjuárásum á Aleppo, höfuðborg Sýrlands, verður haldið áfram. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir ástandið í borginni vera gríðarlegan mannlegan harmleik og að glæpir gegn mannkyninu eigi sér stað í borginni á hverjum degi. Kerry er nú staddur í London til að taka þátt í viðræðum um friðsamlega lausn á stríðinu í Sýrlandi. Hann talaði við blaðamenn í dag ásamt Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretland. Johnson hvatti Rússa til að „gera það rétta fyrir mannkynið og fólkið í Sýrlandi“ með því að samþykkja vopnahlé. Kerry sagði tíma til kominn fyrir varanlegt vopnahlé og að í kjölfarið yrði sest við samningsborðið. Vopnahlé var gert í síðasta mánuði en það féll um sjálft sig eftir aðeins nokkra daga. Síðan þá hafa sýrlensk yfirvöld, með aðstoð Rússa, látið sprengjum rigna yfir Aleppo. Yfirvöld í Washington kalla aðgerðirnar stríðsglæp. „Þessar aðgerðir munu koma til með að fella þá sem bera ábyrgð á þeim og þeir ættu að hugsa um það núna,“ sagði Johnson. Þeir sögðu jafnframt að til greina kæmi að beita efnahagslegum refsiaðgerðum ef yfirvöld í Sýrlandi yrðu ekki samvinnuþýð um vopnahlé. Hjálparsamtök telja 72 klukkustunda vopnahlé nauðsynlegt til að koma byrgjum til Aleppo og ferja óbreytta borgara úr eyðilögðum hlutum borgarinnar.
Tengdar fréttir Tugir létust í loftárás á Aleppo Rússar boða nýja viðræður við Bandaríkin um vopnahlé í Sýrlandi. Breskir og franskir ráðamenn vilja draga Rússa fyrir stríðsglæpadómstól. Loftárásir voru gerðar á stærsta markaðinn í Aleppo í gær. 13. október 2016 07:00 Pútín vill ekki hitta Frakklandsforseta Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur afboðað heimsókn sína til Frakklands, þar sem til stóð að hann myndi eiga fund með François Hollande forseta um ástandið í borginni Aleppo í Sýrlandi. 12. október 2016 07:30 Rússar halda áfram loftárásum á Aleppo Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna harmar að Rússar hafi komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti að loftárásum á Aleppo í Sýrlandi skyldi hætt 12. október 2016 19:30 Sýrlenskir uppreisnarmenn nálgast Dabiq Sýrlenskir uppreisnarmenn sækja nú á sýrlenska bæinn Dabiq, sem er eitt af höfuðvígum ISIS. 15. október 2016 18:59 Miklar loftárásir í Aleppo Tólf borgarar eru sagðir hafa fallið og íbúðarhúsnæði urðu fyrir miklum skemmdum. 11. október 2016 14:38 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Tugir létust í loftárás á Aleppo Rússar boða nýja viðræður við Bandaríkin um vopnahlé í Sýrlandi. Breskir og franskir ráðamenn vilja draga Rússa fyrir stríðsglæpadómstól. Loftárásir voru gerðar á stærsta markaðinn í Aleppo í gær. 13. október 2016 07:00
Pútín vill ekki hitta Frakklandsforseta Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur afboðað heimsókn sína til Frakklands, þar sem til stóð að hann myndi eiga fund með François Hollande forseta um ástandið í borginni Aleppo í Sýrlandi. 12. október 2016 07:30
Rússar halda áfram loftárásum á Aleppo Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna harmar að Rússar hafi komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti að loftárásum á Aleppo í Sýrlandi skyldi hætt 12. október 2016 19:30
Sýrlenskir uppreisnarmenn nálgast Dabiq Sýrlenskir uppreisnarmenn sækja nú á sýrlenska bæinn Dabiq, sem er eitt af höfuðvígum ISIS. 15. október 2016 18:59
Miklar loftárásir í Aleppo Tólf borgarar eru sagðir hafa fallið og íbúðarhúsnæði urðu fyrir miklum skemmdum. 11. október 2016 14:38