Innlent

Almenn ánægja með spjaldtölvuvæðingu meðal kennara í grunnskólum Kópavogs

Anton Egilsson skrifar
Kennarar í Kópavogi eru almennt ánægðir með reynsluna af því að afhenda öllum nemendum á mið- og unglingastigi grunnskólanna spjaldtölvur og segja tölvurnar auka áhuga nemenda á náminu og hjálpa þeim sem eiga félagslega erfitt. 

Um 4300 nemendur í grunnskólum Kópavogs hafa fengið spjaldtölvur til að nýta í skólastarfinu en markmið spaldtölvuvæðingarinnar er að bæta skólastarf í takt við nýja tíma. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Kópavogsbæjar og epli.is en verkefnið hefur verið starfrækt í rúmt ár. Reynsla kennara af samstarfsverkefninu hefur verið jákvæð.

„Þetta er ótrúlega flott tæki í verkfærakistuna þeirra og okkar kennara. Þetta eykur við sköpun og eykur tæknilæsi” segir Steinunn Gerður Kristjánsdóttir kennari í Smáraskóla.

Kristinn Sverrisson, stærðfræðikennari í Kársnesskóla, segir spjaldtölvuvæðinguna hafa opnað fjölmörg tækifæri bæði í námi og kennslu. Kennsluhættirnir séu nú til að mynda umhverfisvænni en áður.

„Við höfum minnkað bókakaup, alls ekkert hætt þeim. Svo höfum við minnkað ljósritun verkefna, nú getum við bara sett þau inn á ipad-inn” segir Kristinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×