Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður meðal annars rætt við Ólaf Ólafsson fjárfesti, en hann hefur stefnt Ríkissaksóknara og innanríkisráðherra krefst þess að mál hans verði tekið upp að nýju.

Formenn þriggja stjórnarandstöðuflokka og Viðreisnar sýna blendnar undirtektir við hugmynd Pírata um gerð stjórnarsáttmála fyrir kosningar.

Framsóknarflokkurinn leggst gegn byggingu nýs Landsspítala við Hringbraut og vill að nýr spítali rísi annars staðar.

Konur sem leita í Kvennaathvarfið eiga oft engan annan kost en snúa aftur heim til ofbeldismannsins vegna skorts á húsnæði.

Almenn ánægja ríkir með þá tilraun í skólum Kópavogs að útvega öllum nemendum skólanna spjaldtölvur við námið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×