Erlent

Uppreisnarmenn ná einu helsta vígi ISIS

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tyrkneskir skriðdrekar í Sýrlandi.
Tyrkneskir skriðdrekar í Sýrlandi. Vísir/AFP
Uppreisnarmenn í Sýrlandi, með stuðningi Tyrklands, hafa náð einu helsta vígi ISIS, borginni Dabiq, á sitt vald eftir harða bardaga undanfarna daga.

Dabiq er lítil bær í norðurhluta Sýrlands en hefur verið ISIS afar mikilvægur frá því að samtökin létu á sér kræla þar í landi. Dabiq er, samkvæmt spádómi um heimsendi, staðurinn þar sem múslimar munu mæta óvinum sínum. Tímarit ISIS heitir til að mynda eftir bænum.

Árásin á Dabiq er hluti af stærri áætlun sýrlenskra uppreisnarmanna, sem hljóta stuðning frá tyrkneskum yfirvöldum, sem hófst í ágúst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×