Innlent

Gaskútur sprakk í íbúð í Breiðholti

Jóhann K. Jóhannson skrifar
Nokkur útköll voru hjá lögreglu í nótt.
Nokkur útköll voru hjá lögreglu í nótt. Vísir/KTD
Gaskútur sprakk í íbúð í fjölbýli í Breiðholti í gærkvöld. Viðbragðsaðilar voru sendir á staðinn en sem betur fer kviknaði enginn eldur við sprenginguna og enginn slasaðist, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Talsvert eignartjón varð í íbúðinni og rannsakar lögreglan tildrög sprengingarinnar. Þá voru töluverðar annir voru hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu síðastliðna nótt. Töluverð ölvun var í miðbæ Reykjavíkur og mikið um pústra á milli manna og komu nokkrar líkamsárásir inn á borð lögreglu.

Sex ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. Sjö gistu fangaklefa vegna hinna ýmsu mála meðal annars vegna líkamsárásar, akstur undir áhfrifum fíkniefna, þjófnaðar og fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×