Innlent

Forsetinn virðir hefð um að vera verndari Skátahreyfingarinnar

Heimir Már Pétursson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson sem tók við embætti forseta Íslands hinn 1. ágúst er smátt og smátt að komast inn í hefðir sem fylgja embættinu.

Í dag afhenti hann tuttugu og sjö skátum sem náð hafa átján ára aldri og haldið dagbók um starf sitt í tvö ár, skátamerkið við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. En merkið var fyrst veitt af þáverandi forseta Íslands, Ásgeiri Ásgeirssyni, á Bessastöðum árið 1965.

Forseti Íslands er verndari skátahreyfingarinnar og því sæmdi Bragi Björnsson skátahöfðingi forsetann gullmerki hreyfingarinnar við athöfnina í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×