Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld verður meðal annars fjallað um sögulegt samkomulag sem náðist í dag um niðurskurð á efnum í ísskápum og loftkælikerfum sem hafa skaðleg áhrif á umhverfið.

Fjallað verður um hækkun á greiðslum til þeirra sem eru í fæðingarorlofi en foreldrar barna sem fæddust eftir miðnætti geta fengið allt að 1,2 milljónum meira í fæðingarorlof en foreldrar barna sem fæddust í gær.

Allt stefnir í tímamóta kosningar til Alþingis að mati stjórnmálafræðings en mikil hreyfing er á fylginu. Framboðsfrestur rann út í dag.

Yfirlæknir bráðateymis í París segir að stríðið við hryðjuverkamenn hafi verið fært til Parísar með hryðjuverkunum þar fyrir tæpu ári.

Fársjúkir bangsar og önnur dýr barna voru færðir til læknisskoðunar í dag og fengu allir bót meina sinna eigendum til mikillar gleði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×