Erlent

Noregur mun ekki gefa Finnlandi fjall í afmælisgjöf

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Toppur Halti.
Toppur Halti. Vísir/EPA
Norsk yfirvöld hafa útilokað að hægt sé að gefa Finnum fjallið Halti í afmælisgjöf í tilefni 100 ára sjálfstæðis Finnlands. Norska stjórnarskráin kemur í veg fyrir afmælisgjöfina.

Landamæri landanna tveggja liggja um fjallið og hafði verið lagt til að landamærin yrðu færð þannig að toppur fjallsins yrði innan landamæra Finnlands en hann er nú innan Noregs.

Finnski hluti Halti er nú þegar hæsti hluti Finnlands og var það því áætlun Norðmanna að hækka hæsta punkt Finnlands sem hlýtur að teljast vera ansi vegleg afmælisgjöf. Fjallið er 1330 metrar að hæð þar sem það er hæst. Hæsti punktur Finnlands er nú í 1324 metra hæð.

Erna Solberg hefur þó lýst því yfir að þótt að hugmyndin hafi verið frábær sé hún óframkvæmanleg enda segi stjórnarskrá Noregs að landið sé óuppskiptanlegt. Hafa lögfræðingar því komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að gefa Finnum topp fjallsins Halti í afmælisgjöf.

„Við munum því finna aðra afmælisgjöf handa Finnlandi,“ sagði Erna Solberg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×