Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður meðal annars sagt frá því að ábendingum til lögreglu um mansal á vinnumarkaði hefur fjölgað mikið að undanförnu samhliða aukinni eftirspurn eftir erlendu vinnuafli.

Fjármálaráðherra segir óréttlátt að lífeyrisréttur almennings sé skertur á sama tíma og opinberir starfsmenn haldi óbreyttum réttindum.

Dönsk baráttukona gegn hefndarklámi segir fjölskyldufeður í hópi þeirra sem hafa hótað henni og dreift af henni nektarmyndum.

Tæplega þrjátíu skipverjar á frystitogara voru hætt komnir þegar skipið varð vélarvana úti fyrir Dyrhólaey í morgun.

Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem styrkt gætu tengsl Íslands og Grænlands enn frekar.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hægt verður að heyra á Bylgjunni og einnig hægt að horfa á í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×